Mikil eftirspurn er eftir væntanlegri bók O.J. Simpson, If I Did It, sem fjallar um morðin á fyrrverandi eiginkonu hans og kærasta hennar.
Bókin verður ekki fáanleg í bókabúðinni þekktu Barnes & Nobles en þess í stað verður hægt að kaupa hana á heimasíðu verslunarinnar, þar sem forsala hefur gengið afar vel.
Upphaflega átti að gefa bókina út í nóvember í fyrra en vegna mikilla mótmæla almennings var hætt við þau áform. Simpson hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu síðan morðin áttu sér stað í Los Angeles árið 1994. Margir telja þó að góðir lögfræðingar hans hafi bjargað honum frá fangelsisdómi.