Lífið

Sáttafundur Erps og Geirs í Íslandi í dag í kvöld

Erpur hefur lent í dýpri pytt en þessum. Hér er hann í Kambódíu.
Erpur hefur lent í dýpri pytt en þessum. Hér er hann í Kambódíu.
Erpur Eyvindarson og Geir Ólafs ætla að slíðra sverðin í kvöld og ræða málin í Íslandi í dag.

Geir og útgefandi hans, Óttar Felix Hauksson kröfðust lögbanns á sjónvarpsviðtal sem Erpur tók við Geir. Viðtalið birtist á nýrri sjónvarpsstöð, Þristinum, þar sem Erpur er í hlutverki sjónvarpsstjóra og dagskrárgerðarmanns.

Geir er að senda frá sér plötu um þessar mundir, en í viðtalinu hefur Erpur meiri áhuga á að ræða það sem Geir kallar bernskubrek. Þar á meðal þriggja ára gamalt atriði úr sjónvarpsþættinum Kallarnir sem var sýndur á Sirkus og Egill ,,Gilzenegger" Einarsson stjórnaði. Þar bregður Geir á leik og kennir mönnum hvernig umgangast eigi konur, vopnaður gúmmídúkku sem kennslugagni.

Geir sagði í Fréttablaðinu í gær að ekki væri væri verið að óska banns á viðtalinu sem slíku. Honum finnst þó að með því að skeyta þessum upptökum við viðtalið sé verið að gera lítið úr sér. Erpur er ekki sammála því, en honum finnst óskiljanlegt hvers vegna Geir vilji fá viðtalið bannað. Hann segir það hefðbundin vinnubrögð í sjónvarpi að klippa inn efni sem ber á góma. ,,Ef menn eru að juða á gúmmítuðru og það er rætt sérstaklega ber að sýna umrætt atriði" sagði Erpur við blaðamann Fréttablaðsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.