Lífið

Hættur við hjásvæfurnar, einbeitir sér að kærustunni

Cassie og P. Diddy
Cassie og P. Diddy MYND/Getty
P. Diddy, öðru nafni Sean Combs hefur tekið dramatíska ákvörðun um ástarmál sín. New York Post hefur það eftir vini söngvarans að hann ætli að hætta með vinkonum sem hann á hér og þar um heim til þess að rækta samband sitt við kærustuna. Sú heppna er hin 21 árs gamla R&B söngkona Cassie.

,,Hún hætti nýlega með kærastanum sínum, og er núna með P. Diddy í Miami." sagði heimildamaðurinn. ,,Þetta er mjög lágstemmt og innilegt. Hann er ofboðslega ástfanginn af henni."

Combs, sem er 38 ára er fimm barna faðir. Þar af á hann þrjú með fyrrverandi kærustu sinni til margra ára, Kim Porter. Parið eignaðist tvíbura fyrir sléttu ári, en fjórum mánuðum áður hafði Diddy eignast dóttur með viðhaldinu. Diddy og Porter skildu síðastliðið vor.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.