Lífið

Borat gefur út ferðahandbók

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
MYND/Stephane L'hostis

Borat Sagdiyev, fréttamaðurinn knái frá Kasakstan er að gefa út ferðahandbók.

Bókin er tvískipt, annar hlutinn er fyrir Kasakka á ferðalagi um Bandaríkin og hinn um Bandaríkjamenn á leið til Kasakstan. Hún ber titlana Borat:Touristic Guidings To Minor Nation of U.S. and A." and "Borat: Touristic Guidings To Glorious Nation of Kazakhstan." sem gæti útlagst ,,Borat: Leiðbeiningar fyrir ferðamenn til smáþjóðar Bandaríkja og Ameríku og Borat: Leiðbeiningar fyrir ferðamenn til hinnar stórfenglegur þjóðar Kasakstans"

Ár er liðið síðan kvikmyndin ,,Borat, Cultural Learnings for make benefit glorious nation of Kazakhstan." var frumsýnd á Cannes hátíðinni. Í henni leiðir Borat, ásamt frjálslega vöxnum framleiðandi sínum, okkur í allan sannleik um Ameríska menningu.

Borat er hugarfóstur leikarans Sacha Baron Cohen og hreppti hann Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.