Tugmilljóna sparnaður 21. janúar 2007 18:56 Fólk gæti sparað sér tugi milljóna króna með því að taka fasteignalán í erlendri mynt frekar en íslenskum krónum. Fréttastofunni hafa borist ábendingar frá fólki sem segir ekki heyglum hent að fá að skipta húsnæðislánum sínum í erlend lán hjá stóru viðskiptabönkunum. Jafnvel að þau fáist hreint ekki. Enginn fulltrúi stóru bankanna sem fréttastofa ræddi við kannast þó við að viðskiptavinum sé gert erfitt fyrir eða sé meinað um lántökur í erlendri mynt. Þá er æði misjafnt er hvort þeir merki aukningu í fyrirspurningum eða lántökum á slíkum lánum. Hjá Landsbankanum merkja menn ekki aukningu í fyrirspurnum öfugt við þær upplýsingar sem fengust hjá Glitni og Kaupþing. Hjá SPRON hefur hins vegar orðið aukning bæði í fyrirspurnum og lánveitingum. Ekki eru uppi á borðinu nýjar upplýsingar um hlutfall erlendra lána hjá bönkunum aðrar en þær að mikill meirihluti þeirra lána sem almennnigur fái sé verðtryggð krónulán. Undantekningin er Frjálsi fjárfestingabankinn þar sem hlutfall erlendra lána eru 80 prósent af útlánum. Þetta er lítill banki, svokallaður veðbanki, en þar er lánað út á fyrsta veðrétt í fasteign. Svo virðist sem Frjálsi Fjárfestingabankinn sé að taka æ stærri bita af húsnæðislánamarkaði og í langflestum tilfellum er fólk að endurfjármagna eldri lán. Lítum á dæmi af verðtryggðu 20 milljóna krónuláni til fjörutíu ára. Verum óvenju bjartsýn og gerum ráð fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans verði að veruleika, hún verði í 2,5 prósentum allan lánstímann og að lánið beri 4,95 prósenta vexti. Heildargreiðsla þessa láns eru rúmar 62 milljónir. Heildargreiðsla tuttugu milljóna króna láns til fjörutíu ára, með 2,25 prósenta vaxtaálagi, þar sem lánið er í frönskum frönkum, evrum og japönsku jeni er hins vegar rúmar 37 milljónir. Mismunurinn er rúmar 25 milljónir króna. Það er, heildargreiðsla fyrir verðtryggða krónulánið eru rúmar 62 milljónir. Fyrri erlenda lánið er greiðslan rúmar 37. En það er áhætta við að taka lán í erlendri mynt, vegna gengissveiflna. Verðbólga hefur engin bein áhrif á erlend lán, en höfuðstóllinn tekur hins vegar breytingum í samræmi við þróun erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Fólk gæti sparað sér tugi milljóna króna með því að taka fasteignalán í erlendri mynt frekar en íslenskum krónum. Fréttastofunni hafa borist ábendingar frá fólki sem segir ekki heyglum hent að fá að skipta húsnæðislánum sínum í erlend lán hjá stóru viðskiptabönkunum. Jafnvel að þau fáist hreint ekki. Enginn fulltrúi stóru bankanna sem fréttastofa ræddi við kannast þó við að viðskiptavinum sé gert erfitt fyrir eða sé meinað um lántökur í erlendri mynt. Þá er æði misjafnt er hvort þeir merki aukningu í fyrirspurningum eða lántökum á slíkum lánum. Hjá Landsbankanum merkja menn ekki aukningu í fyrirspurnum öfugt við þær upplýsingar sem fengust hjá Glitni og Kaupþing. Hjá SPRON hefur hins vegar orðið aukning bæði í fyrirspurnum og lánveitingum. Ekki eru uppi á borðinu nýjar upplýsingar um hlutfall erlendra lána hjá bönkunum aðrar en þær að mikill meirihluti þeirra lána sem almennnigur fái sé verðtryggð krónulán. Undantekningin er Frjálsi fjárfestingabankinn þar sem hlutfall erlendra lána eru 80 prósent af útlánum. Þetta er lítill banki, svokallaður veðbanki, en þar er lánað út á fyrsta veðrétt í fasteign. Svo virðist sem Frjálsi Fjárfestingabankinn sé að taka æ stærri bita af húsnæðislánamarkaði og í langflestum tilfellum er fólk að endurfjármagna eldri lán. Lítum á dæmi af verðtryggðu 20 milljóna krónuláni til fjörutíu ára. Verum óvenju bjartsýn og gerum ráð fyrir að verðbólgumarkmið Seðlabankans verði að veruleika, hún verði í 2,5 prósentum allan lánstímann og að lánið beri 4,95 prósenta vexti. Heildargreiðsla þessa láns eru rúmar 62 milljónir. Heildargreiðsla tuttugu milljóna króna láns til fjörutíu ára, með 2,25 prósenta vaxtaálagi, þar sem lánið er í frönskum frönkum, evrum og japönsku jeni er hins vegar rúmar 37 milljónir. Mismunurinn er rúmar 25 milljónir króna. Það er, heildargreiðsla fyrir verðtryggða krónulánið eru rúmar 62 milljónir. Fyrri erlenda lánið er greiðslan rúmar 37. En það er áhætta við að taka lán í erlendri mynt, vegna gengissveiflna. Verðbólga hefur engin bein áhrif á erlend lán, en höfuðstóllinn tekur hins vegar breytingum í samræmi við þróun erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira