Lífið

Timberlake aðstoðar Duran Duran

Duran Duran er enn að læra sviðsframkomu þótt 25 ár séu síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar var gefin út. Í þetta skipti njóta þeir leiðsagnar hipp-hopp stjörnunnar Timbaland og poppgoðsins Justin Timberlake við gerð þrettándu hljómplötu sinnar sem ber titilinn "Red Carpet Massacre" og gert er ráð fyrir að platan komi út í Bandaríkjunum þann 13. nóvember næstkomandi.

„Þeir kenndu okkur um mikilvægi þess að bregðast skjótt við og að fyrstu hugmyndirnar sem maður fær séu yfirleitt þær bestu. Við höfum gefið út ansi mikið efni sem krafðist langrar og pínlegrar vinnu," sagði Roger Taylor, trommuleikari hljómsveitarinnar, í samtali við Reuters fréttastofuna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.