Hvurs taumur er dreginn? 21. febrúar 2007 05:00 Í grein í Fréttablaðinu nýverið vegsamar Illugi Gunnarsson kvótakerfi okkar Íslendinga í fiskveiðum. Segir m.a. séreignarrétt veiðiheimilda grundvalla velgengni sjávarútvegsfyrirtækja og raunar lykilatriði í uppsveiflu íslensks efnahagslífs. Tvennt er stingandi í umfjöllun Illuga, annarsvegar tal hans um eignarrétt fiskimiðanna, hinsvegar samanburðurinn við jarðnæði, að menn verði að þola skertan aðgang að fiskveiðum sem og landbúnaði vegna séreignarréttar þeirra sem fyrir eru. Varðandi fyrra atriðið er vert að hafa í huga að þjóðin á kvittun um sölu bankanna, þjóðin á líka kvittun fyrir sölu Símans en hvar er kvittunin um sölu fiskimiðanna? Afhverju talar greinarhöfundur um eignarrétt á einhverju sem aldrei hefur verið selt, hvað þá keypt? Um seinna atriðið má segja að jarðnæði á Íslandi hefur gengið kaupum og sölum allt frá landnámi og ekki skilgreint sem þjóðareign nema hálendið og ríkisjarðir. Ég veit a.m.k. ekki um neinn bónda sem situr á jörð sinni í boði ríkisins (nema þá í formi niðurgreiðslna). En miðað við staðhæfingu Illuga að eignaréttur útgerða á íslenskum fiskimiðum hafi bjargað íslenskum sjávarútvegi væri kannski hægt að bjarga íslenskum landbúnaði með sama hætti og rétta bændastéttinni, í krafti þekkingar og reynslu, ríkisjarðirnar sem þeir gætu svo selt hæstbjóðendum. Þá myndu bændur sjá útleið, þeim fækka og niðurgreiðslur heyra sögunni til. Alltént er svona ósamræmi, að úthluta einni þjóðareign án endurgjalds en krefjast borgunar fyrir aðra, ruglandi og hlýtur að kalla á allsherjar samræmingu. Heyrst hefur í umræðunni að eina leiðin í kvótamálunum væri að kaupa veiðiheimildirnar til baka. Það væri dapurlegt skref fyrir þjóðina að kaupa til baka eitthvað sem hún aldrei hefur selt frá sér. Og það, að menn eru óhikað farnir að tala um eignarrétt útgerðanna á íslenskum fiskimiðum, sýnir hvurs taumur er dreginn. Útgerðarmenn og lánastofnanir hafa lengi umgengist sjávarfang sem sína prívat eign og gert það í skjóli handgenginna embættis- og stjórnmálamanna. Hlutverk stjórnmálamanns er fyrst og fremst að gæta hagsmuna heildarinnar en ekki sérhagsmuna. Að trúa því að gjöf þjóðareigna sé til hagsældar fyrir þjóðarbúið er undarleg hagfræði og hlýtur að hafa einhver önnur markmið. Á hinn bóginn tek ég undir með Illuga að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er óljós og sé hún einhver er tími kominn til að flagga í fulla stöng. Kannski sé einmitt skeytingarleysi vinstriflokkanna um að kenna sá dráttur sem orðinn er á skilgreiningu þjóðarauðlinda á Íslandi. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu nýverið vegsamar Illugi Gunnarsson kvótakerfi okkar Íslendinga í fiskveiðum. Segir m.a. séreignarrétt veiðiheimilda grundvalla velgengni sjávarútvegsfyrirtækja og raunar lykilatriði í uppsveiflu íslensks efnahagslífs. Tvennt er stingandi í umfjöllun Illuga, annarsvegar tal hans um eignarrétt fiskimiðanna, hinsvegar samanburðurinn við jarðnæði, að menn verði að þola skertan aðgang að fiskveiðum sem og landbúnaði vegna séreignarréttar þeirra sem fyrir eru. Varðandi fyrra atriðið er vert að hafa í huga að þjóðin á kvittun um sölu bankanna, þjóðin á líka kvittun fyrir sölu Símans en hvar er kvittunin um sölu fiskimiðanna? Afhverju talar greinarhöfundur um eignarrétt á einhverju sem aldrei hefur verið selt, hvað þá keypt? Um seinna atriðið má segja að jarðnæði á Íslandi hefur gengið kaupum og sölum allt frá landnámi og ekki skilgreint sem þjóðareign nema hálendið og ríkisjarðir. Ég veit a.m.k. ekki um neinn bónda sem situr á jörð sinni í boði ríkisins (nema þá í formi niðurgreiðslna). En miðað við staðhæfingu Illuga að eignaréttur útgerða á íslenskum fiskimiðum hafi bjargað íslenskum sjávarútvegi væri kannski hægt að bjarga íslenskum landbúnaði með sama hætti og rétta bændastéttinni, í krafti þekkingar og reynslu, ríkisjarðirnar sem þeir gætu svo selt hæstbjóðendum. Þá myndu bændur sjá útleið, þeim fækka og niðurgreiðslur heyra sögunni til. Alltént er svona ósamræmi, að úthluta einni þjóðareign án endurgjalds en krefjast borgunar fyrir aðra, ruglandi og hlýtur að kalla á allsherjar samræmingu. Heyrst hefur í umræðunni að eina leiðin í kvótamálunum væri að kaupa veiðiheimildirnar til baka. Það væri dapurlegt skref fyrir þjóðina að kaupa til baka eitthvað sem hún aldrei hefur selt frá sér. Og það, að menn eru óhikað farnir að tala um eignarrétt útgerðanna á íslenskum fiskimiðum, sýnir hvurs taumur er dreginn. Útgerðarmenn og lánastofnanir hafa lengi umgengist sjávarfang sem sína prívat eign og gert það í skjóli handgenginna embættis- og stjórnmálamanna. Hlutverk stjórnmálamanns er fyrst og fremst að gæta hagsmuna heildarinnar en ekki sérhagsmuna. Að trúa því að gjöf þjóðareigna sé til hagsældar fyrir þjóðarbúið er undarleg hagfræði og hlýtur að hafa einhver önnur markmið. Á hinn bóginn tek ég undir með Illuga að stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum er óljós og sé hún einhver er tími kominn til að flagga í fulla stöng. Kannski sé einmitt skeytingarleysi vinstriflokkanna um að kenna sá dráttur sem orðinn er á skilgreiningu þjóðarauðlinda á Íslandi. Höfundur er læknir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun