Innlent

Karlmenn í meirihluta í spurningaprófi

Karlmenn voru í áberandi meirihluta meðal þeirra 296 sem spreyttu sig á inntökuprófi í spurningaþáttinn Meistarann klukkan tvö í dag. Prófin voru haldin í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði. Á prófinu voru 50 spurningar, misþungar, og ráða úrslit því hverjir fá að freista gæfunnar í sjónvarpsþættinum Meistaranum.

240 mættu til prófsins í Hagaskóla í Reykjavík, 30 á Akureyri, 9 á Ísafirði og 17 á Egilsstöðum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×