Innlent

Brotist inn í Verkmenntaskólann

Tveir karlmenn brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri klukkan hálfsex í morgun. Þeir flúðu af vettvangi um leið og viðvörunarkerfi fór í gang þegar þeir voru búnir að spenna upp glugga og höfðu því ekkert þýfi upp úr krafsinu. Þeir náðust skömmu seinna. Engar teljandi skemmdir urðu á húsinu.

Lögregla segir að mennirnir séu á góðri leið með að verða góðkunningjar lögreglunnar á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×