NBA í nótt: 45 stiga sigur Boston á New York Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:09 Það var ekkert sérstök stemning á bekknum hjá New York í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics rústuðu lið New York Knicks í einum af þremur leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston vann með 45 stiga mun, 104-59. Hefði ekki Nate Robinson skorað þriggja stiga körfu í blálokin fyrir New York hefðu leikmenn liðsins afrekað það að skora fæst stig í einum leik í sögu félagsins. Staðan í hálfleik var 54-31 fyrir Boston sem náðu 45 stiga forystu í þriðja leikhluta. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn 52 stig en New York náði að minnka muninn aftur í 45 stig í leikslok. Isiah Thomas er þjálfari New York og sagði eftir leik að hann hefði ekki séð leikmenn jafn sjálfselska og í fyrri hálfleik í þessum leik. „Mér fannst eins og að hver einasti leikmaður hefði verið að hugsa um sig sjálfan í stað þess að hugsa um liðið," sagði hann. Zach Randolph tók í svipaðan streng. „Aldrei hef ég séð nokkru þessu líkt. Aldrei. Aldrei. Aldrei á mínum ferli." Bæði Randolph og Eddy Curry tóku fimmtán skot í fyrri hálfleik og hittu aðeins úr tveimur. Báðir gerðu fjögur stig í leiknum og hitti Curry úr tveimur af ellefu skotum sínum utan af velli og Randolph úr einu af tíu. Samtals var skotnýting liðsins 30,3% og var þetta versta tap liðsins í NBA-deildinni í 27 ár. Þrátt fyrir allt þetta ákvað Doc Rivers, þjálfari Boston, að hvíla sína lykilmenn. Kevin Garnett spilaði í einungis 22 mínútur í leiknum og þeir Ray Allen og Paul Pierce hvíldu í fjórða leikhluta. Nate Robinson var sá eini sem skoraði meira en tíu stig í liði New York - hann skoraði ellefu í leiknum. Allen og Pierce voru með 21 stig og Eddie House var með fimmtán stig. LA Lakers vann góðan sigur á Denver Nuggets á heimavelli, 127-99. Kobe Bryant var með 24 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst. Sasha Vujacic var með 22 stig, þar af nítján í fjórða leikhluta. Hjá Denver var Carmelo Anthony með 23 stig og Allen Iverson 21. Þá skoraði Baron Davis 27 stig í sigri Golden State, 113-94, á Houston Rockets. Mike James skoraði nítján stig fyrir Houston og Yao Ming bætti við tíu og tók sjö fráköst. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Boston Celtics rústuðu lið New York Knicks í einum af þremur leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston vann með 45 stiga mun, 104-59. Hefði ekki Nate Robinson skorað þriggja stiga körfu í blálokin fyrir New York hefðu leikmenn liðsins afrekað það að skora fæst stig í einum leik í sögu félagsins. Staðan í hálfleik var 54-31 fyrir Boston sem náðu 45 stiga forystu í þriðja leikhluta. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn 52 stig en New York náði að minnka muninn aftur í 45 stig í leikslok. Isiah Thomas er þjálfari New York og sagði eftir leik að hann hefði ekki séð leikmenn jafn sjálfselska og í fyrri hálfleik í þessum leik. „Mér fannst eins og að hver einasti leikmaður hefði verið að hugsa um sig sjálfan í stað þess að hugsa um liðið," sagði hann. Zach Randolph tók í svipaðan streng. „Aldrei hef ég séð nokkru þessu líkt. Aldrei. Aldrei. Aldrei á mínum ferli." Bæði Randolph og Eddy Curry tóku fimmtán skot í fyrri hálfleik og hittu aðeins úr tveimur. Báðir gerðu fjögur stig í leiknum og hitti Curry úr tveimur af ellefu skotum sínum utan af velli og Randolph úr einu af tíu. Samtals var skotnýting liðsins 30,3% og var þetta versta tap liðsins í NBA-deildinni í 27 ár. Þrátt fyrir allt þetta ákvað Doc Rivers, þjálfari Boston, að hvíla sína lykilmenn. Kevin Garnett spilaði í einungis 22 mínútur í leiknum og þeir Ray Allen og Paul Pierce hvíldu í fjórða leikhluta. Nate Robinson var sá eini sem skoraði meira en tíu stig í liði New York - hann skoraði ellefu í leiknum. Allen og Pierce voru með 21 stig og Eddie House var með fimmtán stig. LA Lakers vann góðan sigur á Denver Nuggets á heimavelli, 127-99. Kobe Bryant var með 24 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst. Sasha Vujacic var með 22 stig, þar af nítján í fjórða leikhluta. Hjá Denver var Carmelo Anthony með 23 stig og Allen Iverson 21. Þá skoraði Baron Davis 27 stig í sigri Golden State, 113-94, á Houston Rockets. Mike James skoraði nítján stig fyrir Houston og Yao Ming bætti við tíu og tók sjö fráköst.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira