Lífið

Heather Mills segist fá verri meðferð en barnaníðingur

MYND/Getty
Bítlaeiginkonan fyrrverandi, Heather Mills, brotnaði niður í viðtali í morgunsjónvarpi GMTV sjónvarpsstöðvarinnar og sakaði fjölmiðla um að ýta sér út á brún. Mills sat með fulla möppu af blaðaúrklippum og táraðist þegar hún lýsti því hvernig hún hefði fengið líflátshótanir og hugleitt sjálfsmorð á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því hún skildi við Paul McCartney.

,,Þeir hafa kallað mig hóru, gullgrafara, öfgamanneskju, lygara, ótrúlega særandi hluti, og ég hef þagað fyrir dóttur mína."



Mills líkti meðferðinni á sér saman við það sem Díana prinsessa og Kate McCann hafa gengið í gegnum. ,,Ég hef fengið neikvæðari umfjöllun en morðingi eða barnaníðingur og ég hef ekkert gert í tuttugu ár annað en að vinna í góðgerðarmálum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.