Spilar fyrir vinkonu sína 24. júní 2007 12:00 Guðmunda Bjarnadóttir, móðir Margrétar Láru, segir knattspyrnukonuna hafa haft fótboltann á tánum frá blautu barnsbeini. MYND/GVA „Hún er alin upp í Eyjum og það hefur alltaf mikil áhrif,“ segir Guðmunda Bjarnadóttir, móðir Margrétar Láru Viðarsdóttur, framherja íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Margrét Lára hefur farið mikinn í íslenskri kvennaknattspyrnu undanfarin ár og nú er svo komið að þessi 21 árs gamla knattspyrnukona er orðin markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. „Hún er alin upp í stórum systkinahópi við Strembugötu sem er rétt hjá knattspyrnuvellinum og því var alltaf stutt út á völlinn,“ bætir Guðmunda við en Margrét lék oft á tíðum knattspyrnu við eldri bræður sína. Og fékk lítið af sénsum út á það að vera „litla systir“. „Þeir gáfu henni aldrei neitt auka enda var hún líka svo leikin að hún lék oftast á þá,“ segir Guðmunda og hlær. Á sumrin stóð síðan Margrét Lára við færibandið hjá fiskvinnslufyrirtæki fjölskyldunnar og flakaði fisk. „Hún gekk eiginlega í öll störf,“ segir Guðmunda og hún segir dóttur sína hafa verið í öllum íþróttum, bæði frjálsum og handbolta auk knattspyrnunnar. Faðir hennar, Viðar Elíasson, þótti liðtækur leikmaður á árum áður og því snerist allt heimilishaldið eiginlega um fótbolta og aftur fótbolta. „Hún hefur eiginlega alltaf verið með boltann á tánum frá því hún byrjaði að ganga og kannski fyrr,“ segir Guðmunda sem fylgdi Margréti á nánast alla leiki og öll mót sem hún tók þátt í. Og þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi farið halloka í umfjöllun og fjáraustri undanfarin ár þá dylst engum hverjar það eru sem halda merki íslenskrar knattspyrnu á lofti. „Þetta er náttúrulega alveg frábær hópur og þessi stóri sigur gegn Serbum kom alveg skemmtilega á óvart,“ segir Guðmunda sem var að sjálfsögðu á vellinum. Margrét Lára hefur spilað með öllum yngri landsliðunum og segir Guðmunda að það hafi alltaf verið markmið hennar að komast í A-landsliðið. Æskuvinkona hennar, Karítas Þórarinsdóttir, lék með henni í gegnum öll árin en hún meiddist síðan illa og varð að láta af knattspyrnuiðkuninni. Guðmunda segir það hafa verið töluvert áfall fyrir hana og Margrét Lára tekur undir það. „Karítas er sú eina sem sendir mér alltaf sms fyrir leiki og óskar mér góðs gengis. Það var mjög erfitt að missa hana úr knattspyrnunni og kannski má segja að ég sé alltaf að spila svolítið fyrir hana.“ Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
„Hún er alin upp í Eyjum og það hefur alltaf mikil áhrif,“ segir Guðmunda Bjarnadóttir, móðir Margrétar Láru Viðarsdóttur, framherja íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Margrét Lára hefur farið mikinn í íslenskri kvennaknattspyrnu undanfarin ár og nú er svo komið að þessi 21 árs gamla knattspyrnukona er orðin markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi. „Hún er alin upp í stórum systkinahópi við Strembugötu sem er rétt hjá knattspyrnuvellinum og því var alltaf stutt út á völlinn,“ bætir Guðmunda við en Margrét lék oft á tíðum knattspyrnu við eldri bræður sína. Og fékk lítið af sénsum út á það að vera „litla systir“. „Þeir gáfu henni aldrei neitt auka enda var hún líka svo leikin að hún lék oftast á þá,“ segir Guðmunda og hlær. Á sumrin stóð síðan Margrét Lára við færibandið hjá fiskvinnslufyrirtæki fjölskyldunnar og flakaði fisk. „Hún gekk eiginlega í öll störf,“ segir Guðmunda og hún segir dóttur sína hafa verið í öllum íþróttum, bæði frjálsum og handbolta auk knattspyrnunnar. Faðir hennar, Viðar Elíasson, þótti liðtækur leikmaður á árum áður og því snerist allt heimilishaldið eiginlega um fótbolta og aftur fótbolta. „Hún hefur eiginlega alltaf verið með boltann á tánum frá því hún byrjaði að ganga og kannski fyrr,“ segir Guðmunda sem fylgdi Margréti á nánast alla leiki og öll mót sem hún tók þátt í. Og þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi farið halloka í umfjöllun og fjáraustri undanfarin ár þá dylst engum hverjar það eru sem halda merki íslenskrar knattspyrnu á lofti. „Þetta er náttúrulega alveg frábær hópur og þessi stóri sigur gegn Serbum kom alveg skemmtilega á óvart,“ segir Guðmunda sem var að sjálfsögðu á vellinum. Margrét Lára hefur spilað með öllum yngri landsliðunum og segir Guðmunda að það hafi alltaf verið markmið hennar að komast í A-landsliðið. Æskuvinkona hennar, Karítas Þórarinsdóttir, lék með henni í gegnum öll árin en hún meiddist síðan illa og varð að láta af knattspyrnuiðkuninni. Guðmunda segir það hafa verið töluvert áfall fyrir hana og Margrét Lára tekur undir það. „Karítas er sú eina sem sendir mér alltaf sms fyrir leiki og óskar mér góðs gengis. Það var mjög erfitt að missa hana úr knattspyrnunni og kannski má segja að ég sé alltaf að spila svolítið fyrir hana.“
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein