Lífið

Heidi Fleiss opnar þvottahús og kyntröllabúgarð

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Heidi fleiss sat inni í 21 mánuð fyrir sakir tengdar rekstri hennar á vændishring
Heidi fleiss sat inni í 21 mánuð fyrir sakir tengdar rekstri hennar á vændishring MYND/Frederick M. Brown
Athafnakonan Heidi Fleiss, sem þekktust er fyrir rekstur sinn á kynlífsþjónustu í Hollywood, hyggst nú hasla sér völl í nýjum geira. Hórumamman fyrrverandi er að opna sjálfsala-þvottahús í Pahrump nálægt Las Vegas, á meðan hún vinnur að uppbyggingu á nýju hórkarlahúsi.

13 þvottavélar og 14 þurrkarar verða á Dirty Laundry þvottahúsinu, sem verður opið allan sólarhringinn.

Fleiss hefur safnað páfagaukum frá því hún flutti til Pahrump. Hún fékk hugmyndina að þvottahúsinu þegar eitt gæludýranna, Makáinn Dalton, dó.

,,Ég varð að neyða mig til að gera eitthvað", sagði hún við Las Vegar Review blaðið. ,,Ekkert á 41 æviári mínu - ekki neitt - hefur haft jafn mikil áhrif á mig"

Madamman fyrrverandi flutti til Pahrump síðla árs 2005 þegar hún lauk fangelsisvist fyrir að reka vændishring. Hún tilkynnti stuttu seinna um áform sín um að opna ,,Heidis Stud Farm", eða ,,Kyntröllabúgarð Heidi" í bænum Crystal í Nevada.

20 vændiskarlar munu starfa á kyntröllabúgarðinum, sem verður fyrsta löglega vændishúsið í Nevada sem einungis þjónar kvenkyns viðskiptavinum. Samþykki bæjaryfirvalda þarf fyrir starfseminni, og ætlar Fleiss að sækja um það innan þriggja mánaða.

,,Það eru fleiri en 400 konur tilbúnar til að gerast meðlimir, og margir karlar búnir að sækja um starf" sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.