Lífið

Kynþokkafyllstu grænmetisæturnar fundnar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Idolstjarnan Carrie Underwood var kosin kynþokkafyllsta grænmetisætan í kosningu dýraverndunarsamtakanna PETA. Hún hefur ekki borðað kjöt síðan hún var 13 ára gömul, eða í meira en 11 ár.

,Ég geri þetta vegna þess að mér þykir virkilega vænt um dýr og þetta gerir mig bara sorgmædda" sagði Underwood um það af hverju hún hætti að borða kjöt. Söngstirnið var einnig heiðrað fyrir að bjarga flökkuhundum og villiköttum. ,

Annar Idol sigurvegari var tilnefndur í karlaflokki, hinn þéttvaxni Ruben Studdard. Titilinn hlaut hins vegar Kevin Eubanks, hljómsveitastjórnandinn geðþekki úr þætti Jay Leno.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.