

Hefjum merkið á loft
Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er nátengd framfarasókn íslensku þjóðarinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni.
Í sögu sinni hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í framgangi allra stærstu hagsmunamála íslensku þjóðarnnar. Það er staðreynd, sem ekki fer hátt í umræðunni í samtímanum, að Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslenskum stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jónssonar. Ást og virðing fyrir landinu og náttúru þess er og verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunnin. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldraðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsóknarmanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu atvinnulífi og tryggja síðan að afraksturinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa við lökust kjörin.
Í dag, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suðurkjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet alla framsóknarmenn í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir endurnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslistans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna 12. maí í vor.
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar