Enski boltinn

Slitnað upp úr viðræðum Terry og Chelsea

NordicPhotos/GettyImages
John Terry, fyrirliði Chelsea, segist staðráðinn í að ljúka ferlinum hjá félaginu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum hans við félagið um framlengingu á samningi hans. "Viðræðum hefur verið hætt í bili, en það kemur oft fyrir og er mjög eðlilegt. Það breytir engu um vilja minn til að vera áfram hjá félaginu og það sama má segja um Frank (Lampard) og knattspyrnustjórann," sagði Terry við Sky í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×