Lífið

Borgarstjóri í beðmálum

Michael Bloomberg borgarstjóri New York borgar hefur fengið hlutverk í kvikmyndinni sem gera á eftir sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni eða Sex in the city eins þeir hétu á frummálinu.

Sarah Jessica Parker fer með aðalhlutverkið en í myndinni koma þær saman aftur vinkonurnar fjórar úr sjónvarpsþáttunum. Ekki hefur fengist uppgefið í hverju hlutverk borgarstjórans felst en árið 2001 kom þáverandi borgarstjóri New York, Ed Koch, fram í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.