Auglýsingin fór gegn skilyrðum laganna 9. maí 2007 06:45 Björn Bjarnason segir það augljóst mál að aðstoðarríkislögreglustjórinn þurfi lögfræðimenntun. MYND/GVA Dómsmál Dómsmálaráðuneytið auglýsti ólöglega eftir umsóknum um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Auglýst var eftir „starfsmanni með embættispróf í lögfræði, reynslu af störfum innan réttar- og refsivörslukerfisins og þekkingu á starfsmannamálum lögreglunnar". Í lögreglulögum kemur fram að allir þeir sem hafi „lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins svo og stjórnunarnámi eða öðru sambærilegu námi" geti gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir auglýsinguna ekki hafa uppfyllt skilyrði samkvæmt lögum. „Í auglýsingunni hefði átt að taka fram öll skilyrðin sem fram koma í lögunum. Hafi það ekki verið gert, eins og útlit er fyrir, er auglýsingin ekki í samræmi við lög." Páll Winkel eini maðurinn sem sótti um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. MYND/Anton Auglýsingin birtist aðeins í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins. Blaðið kom út á pappírsformi sama dag og umsóknarfresturinn rann út. Páll Winkel, nýskipaður yfirmaður stjórnsýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, var sá eini sem sótti um starfið. Páll er sonur Guðnýjar Jónsdóttur, ritara Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu. Björn þvertók fyrir að Páll fengi fyrirgreiðslu af einhverju tagi vegna þeirra tengsla. Björn segir það blasa við að umsækjandinn þurfi að hafa lögfræðimenntun til þess að geta gegnt fyrrnefndu starfi. „Væru verkefnin þess eðlis að þau féllu að manni með lögreglumenntun eða reynslu hefði verið óskað eftir manni með þá menntun." Dómsmálaráðuneytið auglýsti eftir lögfræðimenntuðum manni í starf aðstoðarríkislögreglustjóra en samkvæmt nýlega breyttum lögum geta lögreglumenn einnig sótt um starfið.MYND/Anton Auglýst starf er annað tveggja embætta aðstoðarríkislögreglustjóra en Sigríður Björk Guðjónsdóttir gegnir hinu. Björn svaraði ekki skýrt spurningum sem beint var til hans, um hvort auglýsingin samræmdist lögfestum skilyrðum í lögum. Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir það vera skýrt í lögunum að lögreglumenn eigi þess kost að sækjast eftir og gegna embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. „Samkvæmt lögunum, og nýlegum breytingum sem hafa komið til framkvæmda, er það alveg skýrt að lögreglumenn geta gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, líkt og stöðu aðstoðarlögreglustjóra. Að því leytinu til snertir þetta lögreglustéttina í heild." Landssambandið ætlar að skoða málið enn frekar. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Dómsmál Dómsmálaráðuneytið auglýsti ólöglega eftir umsóknum um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Auglýst var eftir „starfsmanni með embættispróf í lögfræði, reynslu af störfum innan réttar- og refsivörslukerfisins og þekkingu á starfsmannamálum lögreglunnar". Í lögreglulögum kemur fram að allir þeir sem hafi „lokið námi frá Lögregluskóla ríkisins svo og stjórnunarnámi eða öðru sambærilegu námi" geti gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, segir auglýsinguna ekki hafa uppfyllt skilyrði samkvæmt lögum. „Í auglýsingunni hefði átt að taka fram öll skilyrðin sem fram koma í lögunum. Hafi það ekki verið gert, eins og útlit er fyrir, er auglýsingin ekki í samræmi við lög." Páll Winkel eini maðurinn sem sótti um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra. MYND/Anton Auglýsingin birtist aðeins í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins. Blaðið kom út á pappírsformi sama dag og umsóknarfresturinn rann út. Páll Winkel, nýskipaður yfirmaður stjórnsýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, var sá eini sem sótti um starfið. Páll er sonur Guðnýjar Jónsdóttur, ritara Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu. Björn þvertók fyrir að Páll fengi fyrirgreiðslu af einhverju tagi vegna þeirra tengsla. Björn segir það blasa við að umsækjandinn þurfi að hafa lögfræðimenntun til þess að geta gegnt fyrrnefndu starfi. „Væru verkefnin þess eðlis að þau féllu að manni með lögreglumenntun eða reynslu hefði verið óskað eftir manni með þá menntun." Dómsmálaráðuneytið auglýsti eftir lögfræðimenntuðum manni í starf aðstoðarríkislögreglustjóra en samkvæmt nýlega breyttum lögum geta lögreglumenn einnig sótt um starfið.MYND/Anton Auglýst starf er annað tveggja embætta aðstoðarríkislögreglustjóra en Sigríður Björk Guðjónsdóttir gegnir hinu. Björn svaraði ekki skýrt spurningum sem beint var til hans, um hvort auglýsingin samræmdist lögfestum skilyrðum í lögum. Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir það vera skýrt í lögunum að lögreglumenn eigi þess kost að sækjast eftir og gegna embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. „Samkvæmt lögunum, og nýlegum breytingum sem hafa komið til framkvæmda, er það alveg skýrt að lögreglumenn geta gegnt stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, líkt og stöðu aðstoðarlögreglustjóra. Að því leytinu til snertir þetta lögreglustéttina í heild." Landssambandið ætlar að skoða málið enn frekar.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira