Allt í forgang allsstaðar Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. maí 2007 06:00 Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt vinsælasta hugtak stjórnmálabaráttunnar síðustu dægrin er, forgangsröðun; ný forgangsröðun, tiltekin mál í algjöran forgang, af því að þau þola enga bið. Ég hef hlustað á endalausar ræður stjórnarandstöðunnar um þessi mál undanfarnar vikur og greinarnar í blöðunum og orðræðan í útvarps og sjónvarpsþáttum er hlaðin þessu hugtaki. Hugtakið er í rauninni skýrt. Að setja mál í forgang þýðir einfaldlega að unnið sé að því af meiri krafti en einhverju öðru. Gæði lífsins eru takmörkuð. Skattfé er ekki endalaust, því eru takmörk sett hvað hægt er að kosta úr sameiginlegum sjóðum almennings. Þegar eitt mál er því sett í forgang hefur það áhrif á framvindu annars. Þessi síðari þáttur málsins er vitaskuld óskemmtilegri en hinn fyrri. Það er leiðinlegra að segja kjósendum sínum að hægja þurfi á einhverju af því að flýta beri öðru. Þá er til eitt heillaráð og það er þetta: Að segja bara að allt eigi að hafa forgang, alltaf, alls staðar og fyrir alla. Þetta er einmitt stefna stjórnarandstöðunnar og hún hefur komið skýrt fram En þetta er engin stefnumótun. Þetta er stefnuleysi. Þegar menn leggja af stað í svona pólitíska skógarför munu þeir villast; af því einfaldlega að þeir vita ekki hvert eigi að halda. Það er eins og segir í frægu kvæði Indriða G. Þorsteinssonar: Vegir liggja til allra átta/ enginn ræður för. Það var sannarlega vel ort og á einstaklega vel við þegar við förum yfir málflutning stjórnarandstöðunnar. Í Norðvesturkjördæmi segja okkur frambjóðendur stjórnarandstöðunnar að þeir vilji vegi á Vestfjörðum í forgang, aflétta gjaldi í Hvalfjarðargöng, breikka þjóðveg 1, auka fjármagn í tengivegi. Allt eru þetta forgangsmál. Svo vilja þeir líka setja málefni aldraðra í forgang, einnig málefni barna og ungmenna, skólamálin, leikskólamálin, jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. En ekki hækka skatta og líka gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Þetta er stefnuleysi, ekki forgangsröðun. Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna. Þetta er ekki trúverðugt, heldur ótrúverðugt. Á þetta er ekki hægt að reiða sig og verður því hafnað 12. maí næst komandi. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar