Innlent

Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran

Götur í Múskat, höfuðborgar Óman, líktust fljótum fyrir helgi eftir yfirreið Gonus.
Götur í Múskat, höfuðborgar Óman, líktust fljótum fyrir helgi eftir yfirreið Gonus. MYND/AP

Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa. Fellibylnum fylgja mikil flóð og er vatnshæðin á sumum stöðum allt að tveir metrar.

Bylurinn hefur víða valdið usla við Persaflóa undanfarna daga og létust til að mynda 49 manns í Óman í yfirreið Gonus þar. Þá hafði bylurinn áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu því óttast var að hann myndi hamla olíuútflutningi frá Persaflóaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×