Innlent

Framsóknarmenn velja varaformann

MYND/Vilhelm

Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar.

Hann tók við formannsembættinu fyrir rúmum tveimur vikum þegar Jón Sigurðsson lét af embætti eftir að hann náði ekki kjöri á þingi. Einn hefur gefið kost á sér í varaformannsembættið, Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Miðstjórnarfundurinn hefst klukkan 13 og um klukkan 13.30 flytur Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarp. Í kjölfarið verða almennar stjórnmálaumræður og að lokum verður varaformaður flokksins kjörinn. Um 180 manns eiga rétt á setu á miðstjórnarfundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×