Lífið

Allt í háaloft hjá Spice Girls

Snuðra er hlaupin á þráðinn fyrir heimsferðalag Spice Girls í vetur þar sem þær Victoria Adams og Geri Halliwell rífast nú eins og köttur og hundur um hvort einsöngur eigi að vera til staðar á fyrirhugðum tónleikum eða þær allar að syngja saman lög sín.

Geri stendur í þeirri meiningu að hver einstök Kryddpía skuli syngja einsöng á hverjum tónleikanna en það getur Victoria ekki fallist á. Raunar segir Victoria að það hafi verið eitt af skilyrðunum fyrir þátttöku hennar að hún myndi ekki þurfa að syngja ein á sviðinu. Og Mel B er víst sammála Victoriu hvað þetta varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.