Lífið

Allt á afturfótunum hjá Cruise

Cruise og félagar þurfa að taka upp fjölda atriða aftur
Cruise og félagar þurfa að taka upp fjölda atriða aftur MYND/AFP

Mikið af því efni sem búið var að taka upp í tengslum við gerð myndarinnar Valkyrie, með Tom Cruise, er ónothæft og þarf að taka fjölda atriða upp aftur.

„Þegar upptökurnar bárust í kvikmyndaver kom í ljós að megnið af efninu var ónýtt eða horfið," segir talsmaður framleiðenda í samtali við þýska dagblaðið Bild.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem framleiðendur myndarinnar lenda í vandræðum en yfirvöld í Þýskalandi bönnuðu í fyrstu tökur á aftökustað ofurstans Claus von Stauffenberg sem reyndi á sínum tíma að ráða Adolf Hitler af dögum. Leyfið fékkst síðan þegar öruggt þótti að myndin kæmi til með að sýna eftirstríðsárin í Þýskalandi í jákvæðu ljósi.

Þá hafa margir sett sig upp á móti því að Tom Cruise fari með hlutverk Stauffenberg í ljósi umdeildrar þátttöku leikarans í Vísindakirkjunni. Í águst síðastliðinn slösuðust svo nokkrir leikarar við tökur þegar þeir féllu niður af pallbíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.