Lífið

Randver í sjónvarpið á ný

Randver ætlar að stjórna spjallþætti á ÍNN.
Randver ætlar að stjórna spjallþætti á ÍNN.

Randver er heiti á þætti, í umsjá Randvers Þorlákssonar, sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í næstu viku

Maríanna Friðjónsdóttir, sjónvarpsstjóri ÍNN, segir að um sé að ræða spjallþátt. Randver muni bjóða til sín valinkunnum gestum og ræða við þá um menningu og listir samtímans. Samkvæmt Maríönnu hefjast útsendingar aftur á ÍNN á föstudag eftir nokkurt hlé. „Þetta er eina íslenska sjónvarpsstöðin sem hefur útsendingar ekki á því að fara vestur yfir haf og sækja útlenskt sjónvarpsþætti. Við verðum einungis með íslenskt efni," segir Maríanna.

Randver sagði i samtali við Vísi að hann hefði áhuga á að fjalla um menningarmálin. Hann sagðist hlakka til að byrja með þáttinn. „Ég var með spjallþætti á Rás 2 í gamla daga en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með spjallþætti í sjónvarpi," segir Randver.

ÍNN mun senda út á rás 20 á Digital Ísland alla virka daga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.