Tíu og hálfur milljarður til mótvægisaðgerða 12. september 2007 16:35 MYND/Stefán Tíu og hálfum milljarði verður varið til mótvægisaðgerða á næstu tveimur fiskveiðiárum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta kom fram í máli Árna Mathiesen fjármálaráðherra þar sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu mótvægisaðgerðirnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Verkefnum sem nema fjórum milljörðum króna verður flýtt og þá verður ráðist í beinar aðgerðir upp á fjóra og hálfan milljarð króna sem eru alls kyns vísindaverkefni. Fjármálaráðherra sagði að fylgjast yrði með framvindu mála og gripið yrði til einhverra aðgerða í samræmi við þróunina. Reynt væri að vinna markvisst að ná til þeirra svæða sem verst yrðu út vegna mótvægisaðgerðanna. Mótvægisaðgerðirnar eru sumar hverjar ekki staðsettar eða tímasettar og er það vegna þess en þær munu skýrast betur þegar líður á fiskveiðiárið og áhrif minnkandi þorskafla koma betur í ljós. Ekki kemur til fjöldaatvinnuleysis Fram kemur í tilögunum að eftir viðræður við Byggðastofnun, atvinnuþróunarfélög og útgerðir hafi komið í ljós að ólíklegt sé að það komi til fjöldaatvinnuleysis einhvers staðar á landinu á næstu mánuðum, hvorki hjá sjómönnum eða fólki í landvinnslu. Þá munu mörg fyrirtæki bíða fram yfir áramót hvernig mál þróast. Fyrirtækin munu reyna að komast hjá uppsögnum í lengstu lög. Búast má við að skipum verði lagt fyrr og lengur á þessu fiskveiðiári en verið hefur og fiskvinnsluhús muni sömuleiðis loka fyrr og lengur en fyrri ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa að einstaklingunum, fyrirtækjunum og sveitarfélögum. Þannig verður leitast við að skapa störf strax og ljóst er að til uppsagna kemur, m.a. verkefni við byggingu innviða svo sem samgöngur og fjarskipti, gert verður átak í viðhaldi opinberra mannvirkja og hrundið af stað áformum um tölvuskráningu gagna. Jafnframt verður boðið upp á fjölda menntunartækifæra. Að því er fyrirtækin varðar verður annars vegar gripið til aðgerða sem gera Byggðastofnun betur í stakk búna til að leysa vanda þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem til hennar leita en hins vegar verður stofnað til viðræðna við viðskiptabankana og önnur fjármálafyrirtæki um það með hvaða hætti þeir geta tekið þátt í þessu átaki. „Til skemmri tíma geta sum sveitarfélög orðið fyrir tekjumissi ef samdráttur verður í atvinnu og umsvifum. Þarna er um að ræða tapaðar útsvarstekjur án þess að hægt verði að laga útgjöldin að lægri tekjum. Hafnarsjóðir sveitarfélaganna verða fyrir tekjutapi vegna minni umsvifa meðan samdrátturinn varir þó sveiflur í öðrum fisktegundum geti að einhverju leyti vegið þar upp á móti. Við þessu verður brugðist með framlögum úr ríkissjóði," segir í tilkynningu vegna mótvægisaðgerðanna. Framkvæmdum fyrir fjóra milljarða flýtt Um það bil 6,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum til nýrra verkefna sem ætlað er að styrkja atvinnulíf í landinu, auka menntun og bæta úrræði þeirra einstaklinga sem verða fyrir atvinnumissi, koma til móts við fyrirtæki í sjávarútvegi og styðja sveitarfélögin í landinu vegna tekjusamdráttar. Þar til viðbótar verður framkvæmdum fyrir ríflega fjóra milljarða króna flýtt í samgönguáætlun sem unnar verða á árunum 2008-2010 í stað þess að koma til síðar eins og áður var áætlað. „Þrátt fyrir að ekkert komi í stað 60 þúsund tonna af þorski kemur ríkisstjórnin hér kröftuglega til móts við þau neikvæðu áhrif sem aflasamdrátturinn veldur," segir í tilkynningunni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna aflasamdráttar eru tímabundnar enda er vonast til að minnkandi sókn í stofninn leiði til þess að hann eflist og dafni á næstu árum og unnt verði að auka veiðar að nýju innan fárra ára. Mörg verkefnanna verða því tímabundin en önnur verkefni munu halda áfram að loknu því tímabili sem mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar taka til. Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Tíu og hálfum milljarði verður varið til mótvægisaðgerða á næstu tveimur fiskveiðiárum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Þetta kom fram í máli Árna Mathiesen fjármálaráðherra þar sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu mótvægisaðgerðirnar í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Verkefnum sem nema fjórum milljörðum króna verður flýtt og þá verður ráðist í beinar aðgerðir upp á fjóra og hálfan milljarð króna sem eru alls kyns vísindaverkefni. Fjármálaráðherra sagði að fylgjast yrði með framvindu mála og gripið yrði til einhverra aðgerða í samræmi við þróunina. Reynt væri að vinna markvisst að ná til þeirra svæða sem verst yrðu út vegna mótvægisaðgerðanna. Mótvægisaðgerðirnar eru sumar hverjar ekki staðsettar eða tímasettar og er það vegna þess en þær munu skýrast betur þegar líður á fiskveiðiárið og áhrif minnkandi þorskafla koma betur í ljós. Ekki kemur til fjöldaatvinnuleysis Fram kemur í tilögunum að eftir viðræður við Byggðastofnun, atvinnuþróunarfélög og útgerðir hafi komið í ljós að ólíklegt sé að það komi til fjöldaatvinnuleysis einhvers staðar á landinu á næstu mánuðum, hvorki hjá sjómönnum eða fólki í landvinnslu. Þá munu mörg fyrirtæki bíða fram yfir áramót hvernig mál þróast. Fyrirtækin munu reyna að komast hjá uppsögnum í lengstu lög. Búast má við að skipum verði lagt fyrr og lengur á þessu fiskveiðiári en verið hefur og fiskvinnsluhús muni sömuleiðis loka fyrr og lengur en fyrri ár. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa að einstaklingunum, fyrirtækjunum og sveitarfélögum. Þannig verður leitast við að skapa störf strax og ljóst er að til uppsagna kemur, m.a. verkefni við byggingu innviða svo sem samgöngur og fjarskipti, gert verður átak í viðhaldi opinberra mannvirkja og hrundið af stað áformum um tölvuskráningu gagna. Jafnframt verður boðið upp á fjölda menntunartækifæra. Að því er fyrirtækin varðar verður annars vegar gripið til aðgerða sem gera Byggðastofnun betur í stakk búna til að leysa vanda þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem til hennar leita en hins vegar verður stofnað til viðræðna við viðskiptabankana og önnur fjármálafyrirtæki um það með hvaða hætti þeir geta tekið þátt í þessu átaki. „Til skemmri tíma geta sum sveitarfélög orðið fyrir tekjumissi ef samdráttur verður í atvinnu og umsvifum. Þarna er um að ræða tapaðar útsvarstekjur án þess að hægt verði að laga útgjöldin að lægri tekjum. Hafnarsjóðir sveitarfélaganna verða fyrir tekjutapi vegna minni umsvifa meðan samdrátturinn varir þó sveiflur í öðrum fisktegundum geti að einhverju leyti vegið þar upp á móti. Við þessu verður brugðist með framlögum úr ríkissjóði," segir í tilkynningu vegna mótvægisaðgerðanna. Framkvæmdum fyrir fjóra milljarða flýtt Um það bil 6,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum til nýrra verkefna sem ætlað er að styrkja atvinnulíf í landinu, auka menntun og bæta úrræði þeirra einstaklinga sem verða fyrir atvinnumissi, koma til móts við fyrirtæki í sjávarútvegi og styðja sveitarfélögin í landinu vegna tekjusamdráttar. Þar til viðbótar verður framkvæmdum fyrir ríflega fjóra milljarða króna flýtt í samgönguáætlun sem unnar verða á árunum 2008-2010 í stað þess að koma til síðar eins og áður var áætlað. „Þrátt fyrir að ekkert komi í stað 60 þúsund tonna af þorski kemur ríkisstjórnin hér kröftuglega til móts við þau neikvæðu áhrif sem aflasamdrátturinn veldur," segir í tilkynningunni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna aflasamdráttar eru tímabundnar enda er vonast til að minnkandi sókn í stofninn leiði til þess að hann eflist og dafni á næstu árum og unnt verði að auka veiðar að nýju innan fárra ára. Mörg verkefnanna verða því tímabundin en önnur verkefni munu halda áfram að loknu því tímabili sem mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar taka til.
Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira