Börn og foreldrar Oddný Sturludóttir skrifar 3. apríl 2007 00:01 Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fjórum árum slóst ég í lið með foreldrum landsins og nú eru börnin orðin tvö. Það er engu um það logið að þetta eru merkileg tímamót, foreldrar kinka líklegast allir kolli yfir þeirri staðreynd. Lífssýnin breytist og það sem var merkilegt er nú hjákátlegt, það sem þótti smámál er nú mikilsvert. En mér hefur ekki staðið á sama um kæruleysi stjórnvalda gagnvart sínum yngstu borgurum. Börn og foreldrar þeirra þurfa óskipta athygli okkar allra. Fjöregg samfélagsins, hornsteinn þjóðfélagsins, grundvöllur mannlífsins: það er sama hvaða nafni stjórnmálamenn, ráðherrar og forsetar kjósa að kalla okkur – við þurfum óskipta athygli. Það er góður mælikvarði á þroska hverrar þjóðar hversu vel er búið að börnum og foreldrum þeirra. Mikil og þörf umræða hefur átt sér stað undanfarið um aðbúnað barna, hamingju þeirra og aðstæður. En umræðan hefur líka verið þrælerfið og opnað augu okkar upp á gátt fyrir því að börnum á Íslandi líður mörgum hverjum illa. Þau skortir tíma foreldra sinna, þau skortir úrræði ef þau veikjast andlega, þau skortir ró og frið, þau skortir líkamlegt og andlegt atlæti, þau skortir skjól gegn vondum öflum, þau skortir pabba sinn, þau skortir mömmu sína. Við foreldrarnir erum að reyna að gera okkar besta. En samfélagið leggst ekki á árarnar með okkur. Fyrirtæki bera líka ábyrgð, stjórnvöld bera gríðarmikla ábyrgð. Kannski þurfum við að doka við og spyrja: Eigum við að hætta að vinna klukkan fjögur? En klukkan þrjú? Hver ákvað að það væri eðilegt að börn væru lengur í vinnunni en margir fullorðnir? Hver ákvað að það væri eins og hvað annað náttúrulögmál að örfá úrræði eru fyrir geðveik börn, fyrir unga fíkla? Hver ákvað að tannviðgerðir barna ættu að kosta svo mikið? Hver ákvað að fátækt ætti að líðast og að börn fátækra líði mest? Hver ákvað að tekjutengja barnabætur svo harkalega að þær eru varla fátækrastyrkur? Hver ákvað að dýrtíð, okur, hátt matvæla- og fasteignaverð væri eins og hvert annað súrt epli að bíta í? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi um daginn að börnin ættu rétt á tíma foreldra sinna – rétt eins og fyrirtækin. Mæli hún allra kvenna heilust. Börn hafa ekki atkvæðisrétt en þó ættu stjórnmálaöfl að hugsa fyrst og síðast um þarfir þeirra. Barnapólitík Samfylkingarinnar er tímamótastefna í íslenskum stjórnmálum. Loksins, loksins hafa börnin í landinu eignast málsvara. Ég hvet alla sem sem haldið hafa lítilli barnshönd í lófa sínum, horfst í lítil augu og fundið til ábyrgðar, væntumþykju og kannski vanmáttar, til að lesa Unga Ísland, barnastefnu jafnaðarfólks, á heimasíðu Samfylkingar. Ég skal ganga um fjöll og dali og kynna hana fyrir foreldrum, svo mikilvæga tel ég hana vera. Hún lýsir draumalandi, landi jöfnuðar og virðingar fyrir börnum og foreldrum þeirra. Ég kýs það fyrir mín börn, hvað kýst þú? Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar