Innlent

Fyrsta barn ársins á Ísafirði fæddist í dag

Bæði stúlku og móður heilsast vel.
Bæði stúlku og móður heilsast vel. MYND/Gunnar

Fyrsta barn ársins á Ísafirði fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á ellefta tímanum í dag. Fréttavefur Bæjarins besta segir það hafa verið stóra og myndarlega stúlku en hún var sautján og hálf mörk og fimmtíu og einn sentimetri.

Foreldrar hennar eru Ísfirðingarnir Aðalheiður Jóhannsdóttir og Tumi Þór Jóhannesson en þetta er þeirra annað barn. Árið á fæðingardeildinni á Ísafirði byrjar rólega en aðeins ein önnur kona er sett í janúar en sú fæðing gæti dregist fram í febrúar samkvæmt vef Bæjarins besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×