Innlent

Neyðarrennibraut losnaði úr hólfi vélar Icelandair

MYND/Teitur

Verið er að rannsaka hvað olli því að neyðarrennibraut fyrir farþega losnaði úr hólfi við neyðarútgang yfir væng á flugvél Icelandair skömmu fyrir lendingu á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn síðdegis í gær.

Farþegar og áhöfn urðu varir við högg en brautin rifnaði af og hvarf út í buskann. Hún lenti ekki í stélflötunum og gekk lendingin að óskum. Önnur vél var send eftir farþegunum sem biðu ytra. Nú er beðið leyfis til að ferjufljúga vélinni hingað til lands til fullnaðarviðgerðar. Viðlíka atvik hefur aldrei orðið hjá Icelandair áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×