Innlent

Mikilvægt að fylgjast með verðþróun á matvörumarkaði

MYND/Sigurður Jökull

Alþýðusamband Íslands segir mikla hækkun á matar- og drykkjarvörum á milli desember og janúar valda nokkrum áhyggjum og ýta enn undir mikilvægi þess að fylgjast vel með þróun á þeim markaði á næstu mánuðum í aðdraganda aðgerða til lækkunar á matvöruverði.

Á heimasíðu ASÍ er vitnað til talna Hagstofu Íslands um að matar- og drykkjavörur hafi hækkað um tvö prósent á milli mánaða og bent á að þær hækkanir hafi mest áhrif til hækkunar á neysluverðsvísitölu. Hækkanir á opinberri þjónustu vegi einnig þungt en sá liður hækkaði um tæp þrjú prósent nú um áramót.

ASÍ segir ljóst að ábyrgð opinberra aðila í hækkun vísitölunnar nú sé mikil og fordæmi þeirra til annarra aðila í atvinnulífinu slæmt og ekki til þess fallið að draga úr verðbólguvæntingum almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×