Verðlaunum rignir á meginlandinu 20. október 2007 06:00 Doris Lessing „Ekki trufla mig við vinnu.“ Þegar tími lægðanna hefst hér í norðrinu er kominn tími á bókmenntaverðlaun á meginlandinu: Nóbelinn er rétt afstaðinn og Doris Lessing hló þegar hún fékk tíðindin: hún væri búin að fá öll verðlaun Evrópu og þessi breyttu engu um hennar hagi, hún væri upptekin við skriftir. Svo komu Booker-verðlaunin eins og greint var frá hér í blaðinu fyrir fáum dögum. Þá komu verðlaun fyrir bestu skáldsöguna frá þýskumælandi löndum Evrópu en þau voru fyrst veitt við upphaf messunnar í Frankfurt 2005. Þá fékk þau austurríski rithöfundurinn Arno Geiger fyrir sína stóru fjölskyldusögu „Es geht uns gut“. Árið eftir var það skáldkonan Katharina Hacker fyrir söguna „Die Habenichtse“. Það eru samtök bóksala og bókaútgefenda sem standa fyrir þessum verðlaunum með tilstyrk Frankfurt og messunnar þar, Spiegel og einkaaðila. Tilgangurinn er að vekja athygli á þýskum bókmenntum án landamæra. Í ár var það önnur skáldkona, Julia Franck, sem fékk verðlaunin fyrir skáldsöguna „Die Mittagsfrau“. Með tvær styrjaldir í baki sögunnar er sagt frá konu sem yfirgefur son sinn í leit að tilgangi í lífinu. Sagan er sögð „sannfærandi og á lifandi tungutaki, sterkri frásögn og sálfræðilegum ákafa“. Sjö menn velja verðlaunasöguna og þora þar í landi að koma fram undir nafni. Þeir sem vilja kynna sér efni tilnefndra verka og lesa úrdrætti þeirra geta litið á vefinn www.signandsight.com en þar eru slík góss í boði. Valið stóð milli 112 skáldsagna. Innan skamms verða fleiri verðlaun veitt rithöfundum í Evrópu: Goncourt-verðlaunin eru í nánd. Þegar er búið að birta annan vallistann og sá þriðji verður gerður heyrinkunnur á fimmtudag en verðlaunin sem eru þau eftirsóttustu í Frakklandi verða veitt þann 5. nóvember. Og þá verður búið að veita Medicis-verðlaunin og Femina-verðlaunin í ofanálag. - pbb Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Þegar tími lægðanna hefst hér í norðrinu er kominn tími á bókmenntaverðlaun á meginlandinu: Nóbelinn er rétt afstaðinn og Doris Lessing hló þegar hún fékk tíðindin: hún væri búin að fá öll verðlaun Evrópu og þessi breyttu engu um hennar hagi, hún væri upptekin við skriftir. Svo komu Booker-verðlaunin eins og greint var frá hér í blaðinu fyrir fáum dögum. Þá komu verðlaun fyrir bestu skáldsöguna frá þýskumælandi löndum Evrópu en þau voru fyrst veitt við upphaf messunnar í Frankfurt 2005. Þá fékk þau austurríski rithöfundurinn Arno Geiger fyrir sína stóru fjölskyldusögu „Es geht uns gut“. Árið eftir var það skáldkonan Katharina Hacker fyrir söguna „Die Habenichtse“. Það eru samtök bóksala og bókaútgefenda sem standa fyrir þessum verðlaunum með tilstyrk Frankfurt og messunnar þar, Spiegel og einkaaðila. Tilgangurinn er að vekja athygli á þýskum bókmenntum án landamæra. Í ár var það önnur skáldkona, Julia Franck, sem fékk verðlaunin fyrir skáldsöguna „Die Mittagsfrau“. Með tvær styrjaldir í baki sögunnar er sagt frá konu sem yfirgefur son sinn í leit að tilgangi í lífinu. Sagan er sögð „sannfærandi og á lifandi tungutaki, sterkri frásögn og sálfræðilegum ákafa“. Sjö menn velja verðlaunasöguna og þora þar í landi að koma fram undir nafni. Þeir sem vilja kynna sér efni tilnefndra verka og lesa úrdrætti þeirra geta litið á vefinn www.signandsight.com en þar eru slík góss í boði. Valið stóð milli 112 skáldsagna. Innan skamms verða fleiri verðlaun veitt rithöfundum í Evrópu: Goncourt-verðlaunin eru í nánd. Þegar er búið að birta annan vallistann og sá þriðji verður gerður heyrinkunnur á fimmtudag en verðlaunin sem eru þau eftirsóttustu í Frakklandi verða veitt þann 5. nóvember. Og þá verður búið að veita Medicis-verðlaunin og Femina-verðlaunin í ofanálag. - pbb
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira