Innlent

Deiliskipulagstillagan þýðir vatnaskil í stækkunarmáli Alcan

Lúðvík Gerissson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að vatnaskil hafi orðið með tillögu að nýju og gjörbreyttu deiliskipulagi sem breitt samkomulag hafi náðst um innan Hafnarfjarðarbæjar og gagnvart Alcan. Hann segist vera mjög ánægður með deiliskipulagstillöguna og að forsendur og ýmis lykilsatriði núna væru með allt öðrum hætti en fólk hefði mótað afstöðu sína útfrá hingað til.

Í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í desember fyrir Alcan, voru tæp 51,5 prósent Hafnfirðinga andvíg stækkun álversins í Straumsvík en rúm 39 prósent hlynnt stækkun.

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist hann sáttur og ánægður með málið eins og það lægi fyrir núna og að það væri í þeim anda sem bæjarstjórn hefði samþykkt. En að tvö til þrjú skilyrði ætti þó enn eftir að uppfylla. Þessir fyrirvarar lytu að kostnaðarhlutdeild í færslu Reykjanesbrautar, hver ætti að bera kostnað við tilfærslu og breytingar á raflínum og skattauppgjöri álversins eins og það er stafrækt í dag. Að þessum kröfum uppfylltum yrði hann sáttur við fara fram með málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×