Strindberg og stéttaskiptingin 27. mars 2007 05:00 Horfði um daginn á hið sígilda leikverk August Strindbergs, Fröken Julie. Leikritið, sem er ritað fyrir u.þ.b. einni öld, segir frá dóttur óðalsbónda sem er bæði dekruð og félagslega vernduð. Í kringum sig hefur hún gnægð þjónustufólks. Hún skemmtir sér stundum með því og þykist vera jafningi þeirra en veit sem er yfirskyn, því hún er af yfirstétt og yfir þjónustuliðið hafin. Þjónarnir vita þetta einnig, en í þræls-ótta sínum taka þeir þátt í leiknum en tala illa um hana sín á milli og álíta hana léttgeggjaða, sérstaklega þegar þeir uppgötva, að Júlía er ósmeyk við að leggjast í rúmið með þjónunum, ef henni líst vel á þá. Yfirþjónninn Jean, sem er af einskonar stétt milli verkafólksins og yfirstéttarinnar, er unnusti eldhússtúlkunnar Kristínu og þau hafa skipulagt giftingu. En fröken Júlía rústar allar þær áætlanir. Á Jónsmessunótt þegar Svíar sletta úr klaufunum, forfærir Júlía Jean og beygir hann undir sig með brögðum hinnar stéttsterku konu. Jean ákveður að komast upp í stétt Júlíu með nýrri framtíð svo þau megi vera jöfn í augum fólks. Kristínu, sem er af almúgaætt, verði hins vegar að fórna. En allt mistekst þetta þegar raunveruleikinn dagar eftir ævintýri næturinnar. Stéttamunurinn leggur líf og drauma allra í rúst. Engu verður breytt. Hvernig er stéttaskipting á Íslandi í dag? Eru samfélagslegar hindranir og forréttindaleiðir til staðar? Já, afar lítið hefur breyst frá dögum fröken Júlíu og Jean. Peningar á Íslandi skapa stéttarmun og ójafnan leik samfélagsþegna. Stéttirnar blandast ógjarnan. Þennan ójöfnuð hefur núverandi ríkisstjórn skapað og herðir ólarnar enn: Einkaskólar, einkasjúkrahús. Ný tækifæri fyrir fáa í viðskiptageiranum. Lítill hópur nýtur breytinganna og hagvaxtarins. Þegar alþýðumenn eins og t.d. Baugsfeðgarnir rísa á fætur, hefjast réttarhöld yfir þeim. Þegar yfirstéttarstrákar stela olíupeningum frá alþýðunni eru þeir látnir komast upp með það í nafni óskýrra laga! Viljum við þetta leikrit áfram? Eigum við að horfa á Fröken Júlíu til æviloka? Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Horfði um daginn á hið sígilda leikverk August Strindbergs, Fröken Julie. Leikritið, sem er ritað fyrir u.þ.b. einni öld, segir frá dóttur óðalsbónda sem er bæði dekruð og félagslega vernduð. Í kringum sig hefur hún gnægð þjónustufólks. Hún skemmtir sér stundum með því og þykist vera jafningi þeirra en veit sem er yfirskyn, því hún er af yfirstétt og yfir þjónustuliðið hafin. Þjónarnir vita þetta einnig, en í þræls-ótta sínum taka þeir þátt í leiknum en tala illa um hana sín á milli og álíta hana léttgeggjaða, sérstaklega þegar þeir uppgötva, að Júlía er ósmeyk við að leggjast í rúmið með þjónunum, ef henni líst vel á þá. Yfirþjónninn Jean, sem er af einskonar stétt milli verkafólksins og yfirstéttarinnar, er unnusti eldhússtúlkunnar Kristínu og þau hafa skipulagt giftingu. En fröken Júlía rústar allar þær áætlanir. Á Jónsmessunótt þegar Svíar sletta úr klaufunum, forfærir Júlía Jean og beygir hann undir sig með brögðum hinnar stéttsterku konu. Jean ákveður að komast upp í stétt Júlíu með nýrri framtíð svo þau megi vera jöfn í augum fólks. Kristínu, sem er af almúgaætt, verði hins vegar að fórna. En allt mistekst þetta þegar raunveruleikinn dagar eftir ævintýri næturinnar. Stéttamunurinn leggur líf og drauma allra í rúst. Engu verður breytt. Hvernig er stéttaskipting á Íslandi í dag? Eru samfélagslegar hindranir og forréttindaleiðir til staðar? Já, afar lítið hefur breyst frá dögum fröken Júlíu og Jean. Peningar á Íslandi skapa stéttarmun og ójafnan leik samfélagsþegna. Stéttirnar blandast ógjarnan. Þennan ójöfnuð hefur núverandi ríkisstjórn skapað og herðir ólarnar enn: Einkaskólar, einkasjúkrahús. Ný tækifæri fyrir fáa í viðskiptageiranum. Lítill hópur nýtur breytinganna og hagvaxtarins. Þegar alþýðumenn eins og t.d. Baugsfeðgarnir rísa á fætur, hefjast réttarhöld yfir þeim. Þegar yfirstéttarstrákar stela olíupeningum frá alþýðunni eru þeir látnir komast upp með það í nafni óskýrra laga! Viljum við þetta leikrit áfram? Eigum við að horfa á Fröken Júlíu til æviloka? Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun