Lífið

Carmen Electra skilin

Skilnaður kynbombunnar og leikkonunnar Carmen Electra og rokkarans Daves Navarro er genginn í gegn. Sjö mánuðir eru síðan þau hættu saman vegna óásættanlegs ágreinings.

Electra og Navarro giftust árið 2003. Voru þau á sama tíma stjörnur raunveruleikaþáttarins "Til Death Do Us Part: Carmen & Dave sem fjallaði um aðdraganda brúðkaupsins. Electra, sem er 34 ára, sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Bay­watch. Hún var gift körfuboltamanninum Dennis Rodman um skamma hríð árið 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.