Lífið

Britney vill vera elt á röndum

Í dagblaðinu Chigago Sun Times í dag er fullyrt að söngkonan Britney Spears sé í stöðugu sambandi við paparazzi ljósmyndara til þess að tryggja að hún sé á forsíðum slúðurblaða í hverri viku.

Britney hefur margoft lýst því yfir í viðtölum að hún sé orðin langþreytt á því að vera elt út um allt af æstum ljósmyndurum. Nú er það hins vegar fullyrt að ekki líði sá dagur án þess að hún hringi ekki í ljósmyndara, láti þá vita hvert hún ætli þann daginn í von um að þeir komi og myndi hana.

Einnig er fullyrt að hún skipti stundum söluágóða myndanna með ljósmyndurunum.

"Um leið og þeir hætta að birta myndir af mér í blöðunum verð ég gleymd og grafin," er Britney sögð segja vinum sínum sem hafa áhyggjur af miklum ágangi ljósmyndara inn á einkalíf hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.