Lífið

Lágt gengi dollars kemur illa við hasshausa

MYND/Getty
Frjálst fall dollars undanfarinn misseri hefur víðtækari áhrif en í fyrstu mætti ætla. Grashausar í Manhattan eru í stökustu vandræðum vegnna hækkkandi verðs á maríjúana.

,,Megnið af góðu maríjúana sem er selt hér kemur frá Kanada." sagði nafnlaus heimildarmaður við New York Post dagblaðið. ,,Þar sem kanadíski dollarinn er orðinn sterkari gagnvart bandaríska dollarnum hafa sölumenn þurft að hækka verðið á grasi um 25%." sagði heimildamaðurinn.

Síðri tegundir af grasi koma að mestu frá Mexíkó, en gengi pesós gagnvart dollar hefur verið nokkuð stöðugt og eru lélegri útgáfur skynvillulyfsins því enn á viðráðanlegu verði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.