Handbolti

Erevik í sérflokki í markvörslu

Ole Erevik hefur varið vel í norska markinu það sem af er HM
Ole Erevik hefur varið vel í norska markinu það sem af er HM NordicPhotos/GettyImages

Norski markvörðurinn Ole Erevik er í nokkrum sérflokki þegar skoðuð er tölfræði yfir markvörslu á HM í handbolta. Erevik er með yfirburðatölur bæði í vörðum skotum utan af velli og í vítaköstum. Birkir Ívar Guðmundsson stendur sig ágætlega í vítaköstunum og er á meðal efstu manna í þeirri tölfræði.

Ole Erevik hefur varið hefur varið 51% (30/59) þeirra skota sem á hann hafa komið utan af velli, Ungverjinn Nenad Puljezevic 45% (37-82) og Króatinn Dragan Jerkovic, Túnismaðurinn Makerm Missaoui og Pólverjinn Slawomir Szmal hafa eru allir með 42% markvörslu.

Birkir Ívar Guðmundsson er í 13. sæti yfir besta markvörslu á mótinu með 36% markvörslu og hefur varið 38 af þeim 106 skotum sem á hann hafa komið í leikjunum fimm - og er t.a.m. með nákvæmlega sama markvörsluhlutfall og hinn frægi Kasper Hvidt í Danska landsliðinu.

Þegar kemur að vítamarkvörslu er Birkir Ívar þar í sjöunda sæti og hefur varið 5 af þeim 12 vítum sem á hann hafa verið tekin. Þar er Norðmaðurinn knái Ole Erevik enn í efsta sæti og hefur varið 5 af 9 vítum sem á hann hafa verið tekin, eða 56%. Næstir koma svo spænsku markverðirnir Favid Bofill og Jose Hombrados, en þeir eru báðir með 50% vítamarkvörslu og hafa tekið 8 af þeim 16 vítum sem komið hafa á þá í keppninni sem verður að teljast ansi gott. Roland Eradze er í 14. sæti yfir vítamarkvörslu með 25% árangur - hefur varið eitt af þeim fjórum vítum sem á hann hafa verið tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×