Bóndi í Bosníu stendur í harðvítugum deilum við yfirvöld vegna dauða kýrinnar sinnar sem hann segir hafa drukknað í fjöldagröf.
Í fyrra voru jarðneskar leifar 50 Bosníu-múslima grafnar upp úr fjöldagröfinni, sem var frá árunum 1992 til 1995, og segir bóndinn að stjórnvöld hafi ekki gætt að því að fylla aftur upp í hana að því loknu.
Hann segir að kýrin hafi verið stungin af vespu og í örvinglun sinni hlaupið út í gröfina sem var full af vatni eftir rigningar.
Héraðsdómur í Austur-Bosníu dæmdi bóndanum upphaflega 120 þúsund krónur í bætur, en saksóknarar áfrýjuðu því vegna gruns um svindl.
,,Við höldum að kýrin hafi verið dauð og hann hafi séð þetta sem leið til að græða pening á því." sagði saksóknarinn Mirsad Bilajac við fréttastofu Reuters.