Lífið

Britney Spears rænulaus á karlaklósetti

Eftir að hafa kastað upp yfir karlaklósettið á Sky Bar skrifaði Britney bréf til aðdáenda sinna þar sem hún kennir skilnaðinum um undarlega hegðun sína upp á síðkastið.
Eftir að hafa kastað upp yfir karlaklósettið á Sky Bar skrifaði Britney bréf til aðdáenda sinna þar sem hún kennir skilnaðinum um undarlega hegðun sína upp á síðkastið.

Britney Spears sletti vel úr klaufunum síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir eingöngu klukkutíma dvöl á Sky Bar Mondrian hótelsins í Los Angeles fannst poppstjarnan nánast rænulaus inni á karlaklósettinu, þar sem hún kastaði viðstöðulaust upp.

Britney hafði bókað herbergi á hótelinu, en leið of illa til þess að nýta sér það. Halda þurfti á söngkonunni út af hótelinu. Dvöl Spears á meðferðarheimilinu Promises fyrr á árinu virðist því ekki hafa borið mikinn árangur.

Á þriðjudag skrifaði söngkonan bréf til aðdáenda sinna á opinberri heimasíðu sinni. Þar segist hún vilja reyna að útskýra hvað hún hafi þurft að takast á við upp á síðkastið.

Britney segist hafa náð botninum þegar hún lagðist inn á Promises, en að hún haldi ekki að áfengi eða þunglyndi hafi verið um hugarástand hennar að kenna, heldur hafi hún týnt áttum eftir skilnaðinn. „Ég viðurkenni það, ég var svo týnd,“ skrifar Britney til aðdáenda sinna. „Ég vil bara fá það sama út úr lífinu og þið… að vera hamingjusöm,“ skrifar hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.