Lífið

Pamela segir börnunum frá kynlífsmyndbandinu

Það fór ekki lítið fyrir Pamelu Anderson og Tommy Lee á meðan þau voru gift.
Það fór ekki lítið fyrir Pamelu Anderson og Tommy Lee á meðan þau voru gift. MYND/Getty

Pamela Anderson hefur neyðst til að segja börnum sínum frá kynlífsmyndbandinu fræga sem hún gerði á sínum tíma með fyrrum eiginmanni sínum, rokkaranum Tommy Lee.

Pamela segir að hún hafi náð að halda myndbandinu leyndu frá börnum sínum allt frá því að það var gert árið 1998, en þar sem börnin vildu ólm fá að sjá kvikmyndina Borat, þar sem myndbandið með Pamelu kemur nokkuð við sögu, hafi hún ekki átt annara kosta völ en að gera hreint fyrir sínum dyrum. Pamela á tvo stráka, hinn 10 ára gamla Brandon og 9 ára gamla Dylan.

„Allir vinir þeirra höfðu séð Borat og ég gat ekki bannað þeim að sjá hana. Ég sagði við þá að þeir þyrftu að vita ýmislegt áður en þeir sæju hana,“ segir Pamela. „Ég sagði þeim að á myndbandinu væru allir naktir og að faðmast og kyssast. Síðan hefði einhver stolið myndbandinu,“ sagði Pamela og bætti því við að viðbrögð stráka sinna hefðu komið sér á óvart.

„Þeir settu upp smá svip þegar við vorum að horfa á Borat en annars kipptu þeir sér lítið upp við það sem fyrir augum bar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.