Lífið

Dóttir Trumps lítt hrifin af París Hilton

Ivanka Trump.
Ivanka Trump.

Ivanka Trump, dóttir mógúlsins, Dónalds, brást reið við þegar reynt var að líkja henni við París Hilton. Hún sagði, ákveðið, að þær væru ekki um neitt líkar. Hún hefði alltaf þurft að vinna fyrir þeim peningum sem hún hefði fengið, og væri orðin hundleið á að verið væri að bera þær saman.

Ivanka sem er 25 ára gömul og fyrrverandi fyrirsæta, vinnur nú hjá föður sínum. "Ég vinn þrettán tíma á dag fyrir mínum peningum. Ég keypti húsið mitt af pabba, og þurfti að taka stórt lán til þess."

Um mismunandi lífsstíl þeirra tveggja sagði Ivanka að ef hún gerðist partí-krakki, þá hefði hún ekki efni á að lifa eins og hún gerir, faðir hennar myndi sannarlega ekki fjármagna slíkt líferni. "Mér hefur aldrei fundist að ég ætti rétt á einhverjum forréttindum. Ég sá hvað pabbi vann mikið fyrir sínum peningum, og mér var alltaf gert ljóst að ég fengi ekkert ókeypis."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.