Líf eða dauði 15. febrúar 2007 05:00 Við erum með fremstu þjóðum heims á mörgum sviðum, svo sem fiskveiðiflota og flestu sem lýtur að nýtingu og úrvinnslu sjávarfurða. Rafvæðingu í heimsklassa. Erum með stæsta flugflota heims miðað við fræga höfðatölu. Við byggjum hús í háum gæðastaðli. Jarðhitanýting er sú mesta sem þekkt er í heiminum. Höfum góða skóla, hátt menntastig, einn minnsti ungbarnadauði í heimi. Íslenskir einstaklingar og félög kaupa fyrirtæki úti um allan heim fyrir hundruð milljarða króna. Eftir þessa upptalningu er sorglegt til að hugsa að við skulum kannski vera 40 til 50 árum á eftir í uppbyggingu vega á eftir þeim þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við. Hvað er að ? Þjóðin horfði upp á það fyrir stuttu að nýr vegur var lagður í gegnum Svínahraun, milli Litlu kaffistofunnar og Skíðaskála-brekkunnar, sem var góðra gjalda vert. Þá gerði ég mér vonir um að það væri upphafið að alvöru vegalögn milli Reykjavíkur og Selfoss. Ég man það ríkti gleði í huga mér. Ég lét því hugann reika yfir þessa væntanlegu vegaframkvæmd, sá fyrir mér breiðar aðskildar brautir, þráðbeinar línur gegnum hraunið. Og ef eitthvað væri hugsað fram í tímann þá yrði byggður vegur 2+2 með vel aðskildum brautum, já ætli það verði ekki niðurstaðan og hún ásættanleg í bili? Þetta voru mínar hugrenningar á þeim tíma. En hvað blasti svo við vegfarendum þegar fyrr nefndur vegur var fullbyggður og opnaður fyrir umferð? Vegur 2+1, já, ég segi vegur 2+1, hvaða snillingi eða snillingum datt þetta snjallræði í hug, að byggja nýjan veg á þessari fjölförnu leið niður í eina akrein að hluta. Þvílík framsýni og fyrirhyggja. Í stað þess að byggja aðskildar brautir 2+2 með minnst 10 til 20 metra breiðu auðu belti sem kalla mætti lífbelti. Ég þarf ekki að útskýra fyrir mönnum muninn á þessum útfærslum svo augljós er hann. Ég tel að þarna sé um líf eða dauða að tefla. Sú reynsla sem nýi Keflavíkurvegurinn hefur fært okkur með aðskildar akbrautir 2+2 segir allt sem segja þarf. Hver vill ekki þyrma mannslífum, það viljum við öll. Of margir hafa fallið á leiðinni Reykjavík-Selfoss, svo við hljótum að leggja allt í sölurnar til að forðast þessi hörmulegu dauðaslys. Það gerum við ekki með því að byggja veg 2+1, sem er vegur með samliggjandi brautir úr gagnstæðum áttum, sem er í raun dauðagildra, enda erlendis nefnt dauðabraut, er mér sagt, að auki afkastageta lítil. Svo vanþróuð erum við í uppbyggingu vegakerfisins að ekki er einu sinni lokið við að koma varanlegu bundnu slitlagi á hringveg landsins, þó er árið 2007 gengið í garð. Ég geri mér grein fyrir takmörkuðu fjármagni okkar. En er ekki eitthvað til sem heitir Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna? Sjóður sem hjálpað hefur vanþróðuðum þjóðum á mörgum sviðum. Svo sannarlega erum við vanþróuð í uppbyggingu vega okkar. En það má líka þakka það sem vel er gert, samanber nýi Keflavíkurvegurinn, mislæg gatnamót, Vesturlandsvegur, Suðurlandsbraut. Mislæg gatnamót þyrftum við á allar stofnbrautir borgarinnar, það myndi bylta umferðinni í Reykjavík til hins betra, sem við þurfum sannarlega á að halda, til að losna úr umferðaröngþveitinu og það strax. Við, svona fámenn þjóð, eigum ekki að þurfa að búa við umferðaröngþveiti og gerðum ekki ef rétt væri staðið að skipulagi og uppbyggingu gatna og vega. Ég minnist hvað Sturla Böðvarsson, þá nýorðinn samgönguráðherra, stóð fastur fyrir og traustur þegar ótrúlega þröngsýn afturhaldsöfl börðust með hávaða og látum gegn því að vegur yrði byggður yfir Snæfellsnes, skammt vestan Kerlingarskarðs, svokölluð Vatnaleið. Þar var Sturlu ekki haggað þó á móti væri blásið. Því var vegurinn byggður sem varð algjör bylting til hins betra fyrir Snæfellinga og reyndar alla sem um þann veg fara. Ég trúi því og treysti að Sturla Böðvarsson verði jafn staðfastur og framsýnn þegar endanleg ákvörðun verður tekin um hvort vegur milli Reykjavíkur og Selfoss verður byggður sem nútíma framtíðarvegur, það er vegur 2+2, með aðskildum brautum, eða hoppað aftur til seinustu aldar með veg, 2+1. Þetta verkefni þolir í raun enga bið. Þó ég hafi ekki minnst á Sundabraut eða tvíbreiðan veg í Borgarfjörð gildir nákvæmlega sama lögmál um þá leið. Vegur 2+2, aðskildar brautir, það verkefni þolir heldur enga bið. Við erum þar á nákvæmlega sama báti. Árnesingar, ég þakka ykkur öllum, sem barist hafa fyrir tvöföldun og aðskildum akbrautum milli Reykjavíkur og Selfoss. Ef ykkur tekst baráttan, bjargið þið ef til vill mörgum mannslífum, sé til framtíðar horft. Þó ég hafi nefnt vegalögn, Reykjavík, Selfoss, Borgarfjörður, lít ég ekki á það sem einhvern endapunkt heldur sem aðeins upphaf að alvöru vegalögn umhverfis landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum með fremstu þjóðum heims á mörgum sviðum, svo sem fiskveiðiflota og flestu sem lýtur að nýtingu og úrvinnslu sjávarfurða. Rafvæðingu í heimsklassa. Erum með stæsta flugflota heims miðað við fræga höfðatölu. Við byggjum hús í háum gæðastaðli. Jarðhitanýting er sú mesta sem þekkt er í heiminum. Höfum góða skóla, hátt menntastig, einn minnsti ungbarnadauði í heimi. Íslenskir einstaklingar og félög kaupa fyrirtæki úti um allan heim fyrir hundruð milljarða króna. Eftir þessa upptalningu er sorglegt til að hugsa að við skulum kannski vera 40 til 50 árum á eftir í uppbyggingu vega á eftir þeim þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við. Hvað er að ? Þjóðin horfði upp á það fyrir stuttu að nýr vegur var lagður í gegnum Svínahraun, milli Litlu kaffistofunnar og Skíðaskála-brekkunnar, sem var góðra gjalda vert. Þá gerði ég mér vonir um að það væri upphafið að alvöru vegalögn milli Reykjavíkur og Selfoss. Ég man það ríkti gleði í huga mér. Ég lét því hugann reika yfir þessa væntanlegu vegaframkvæmd, sá fyrir mér breiðar aðskildar brautir, þráðbeinar línur gegnum hraunið. Og ef eitthvað væri hugsað fram í tímann þá yrði byggður vegur 2+2 með vel aðskildum brautum, já ætli það verði ekki niðurstaðan og hún ásættanleg í bili? Þetta voru mínar hugrenningar á þeim tíma. En hvað blasti svo við vegfarendum þegar fyrr nefndur vegur var fullbyggður og opnaður fyrir umferð? Vegur 2+1, já, ég segi vegur 2+1, hvaða snillingi eða snillingum datt þetta snjallræði í hug, að byggja nýjan veg á þessari fjölförnu leið niður í eina akrein að hluta. Þvílík framsýni og fyrirhyggja. Í stað þess að byggja aðskildar brautir 2+2 með minnst 10 til 20 metra breiðu auðu belti sem kalla mætti lífbelti. Ég þarf ekki að útskýra fyrir mönnum muninn á þessum útfærslum svo augljós er hann. Ég tel að þarna sé um líf eða dauða að tefla. Sú reynsla sem nýi Keflavíkurvegurinn hefur fært okkur með aðskildar akbrautir 2+2 segir allt sem segja þarf. Hver vill ekki þyrma mannslífum, það viljum við öll. Of margir hafa fallið á leiðinni Reykjavík-Selfoss, svo við hljótum að leggja allt í sölurnar til að forðast þessi hörmulegu dauðaslys. Það gerum við ekki með því að byggja veg 2+1, sem er vegur með samliggjandi brautir úr gagnstæðum áttum, sem er í raun dauðagildra, enda erlendis nefnt dauðabraut, er mér sagt, að auki afkastageta lítil. Svo vanþróuð erum við í uppbyggingu vegakerfisins að ekki er einu sinni lokið við að koma varanlegu bundnu slitlagi á hringveg landsins, þó er árið 2007 gengið í garð. Ég geri mér grein fyrir takmörkuðu fjármagni okkar. En er ekki eitthvað til sem heitir Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna? Sjóður sem hjálpað hefur vanþróðuðum þjóðum á mörgum sviðum. Svo sannarlega erum við vanþróuð í uppbyggingu vega okkar. En það má líka þakka það sem vel er gert, samanber nýi Keflavíkurvegurinn, mislæg gatnamót, Vesturlandsvegur, Suðurlandsbraut. Mislæg gatnamót þyrftum við á allar stofnbrautir borgarinnar, það myndi bylta umferðinni í Reykjavík til hins betra, sem við þurfum sannarlega á að halda, til að losna úr umferðaröngþveitinu og það strax. Við, svona fámenn þjóð, eigum ekki að þurfa að búa við umferðaröngþveiti og gerðum ekki ef rétt væri staðið að skipulagi og uppbyggingu gatna og vega. Ég minnist hvað Sturla Böðvarsson, þá nýorðinn samgönguráðherra, stóð fastur fyrir og traustur þegar ótrúlega þröngsýn afturhaldsöfl börðust með hávaða og látum gegn því að vegur yrði byggður yfir Snæfellsnes, skammt vestan Kerlingarskarðs, svokölluð Vatnaleið. Þar var Sturlu ekki haggað þó á móti væri blásið. Því var vegurinn byggður sem varð algjör bylting til hins betra fyrir Snæfellinga og reyndar alla sem um þann veg fara. Ég trúi því og treysti að Sturla Böðvarsson verði jafn staðfastur og framsýnn þegar endanleg ákvörðun verður tekin um hvort vegur milli Reykjavíkur og Selfoss verður byggður sem nútíma framtíðarvegur, það er vegur 2+2, með aðskildum brautum, eða hoppað aftur til seinustu aldar með veg, 2+1. Þetta verkefni þolir í raun enga bið. Þó ég hafi ekki minnst á Sundabraut eða tvíbreiðan veg í Borgarfjörð gildir nákvæmlega sama lögmál um þá leið. Vegur 2+2, aðskildar brautir, það verkefni þolir heldur enga bið. Við erum þar á nákvæmlega sama báti. Árnesingar, ég þakka ykkur öllum, sem barist hafa fyrir tvöföldun og aðskildum akbrautum milli Reykjavíkur og Selfoss. Ef ykkur tekst baráttan, bjargið þið ef til vill mörgum mannslífum, sé til framtíðar horft. Þó ég hafi nefnt vegalögn, Reykjavík, Selfoss, Borgarfjörður, lít ég ekki á það sem einhvern endapunkt heldur sem aðeins upphaf að alvöru vegalögn umhverfis landið.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun