FL Group og Glitnir í tugmiljarðafjárfestingar í grænni orku 5. janúar 2007 14:32 FL Group, Glitnir og verkfræðistofan VGK-Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy sem hefur það að markmiði að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim. FL Group mun verða leiðandi hluthafi í félaginu en í upphafi leggja fjárfestar fram 100 milljónir bandaríkjadala eða um 7 milljarða króna með peningum og eignum sem falla að fjárfestingastefnu félagsins. Auk Glitnis og VGK-Hönnunar er gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til innlendra og erlendra aðila á næstu vikum og mun fyrirtækjaráðgjöf Glitnis annast sölu hlutafjárins. Fram kemur í tilkynningu frá hinu nýja félagi að fyrirtækið muni einbeita sér að tækifærum í nýtingu jarðvarma, fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera, annast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum í eigu orkufyrirtækja og taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefast. Miðað er við að félagið geti ráðist í fjárfestingar sem nema meira en einum milljarði bandaríkjadala eða 70 milljörðum króna. Hefur Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, verið ráðinn forstjóri félagsins og mun hann vinna að uppbyggingu félagsins og stýra fjárfestingum þess. „Talið er að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu 50 árum og mun hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Evrópusambandið stefnir á 50% aukningu sjálfbærrar orkuframleiðslu fyrir árið 2020 og Bandaríkin hyggjast tvöfalda sjálfbæra orkuframleiðslu á næstu 10 árum, meðal annars með viðamikilli uppbyggingu jarðvarmavirkjana. Samkeppnishæfni jarðvarma er mjög mikil en beislun hans til raforkuframleiðslu hefur hlutfallslega mun lægri kostnað í för með sér en til dæmis nýting sólarorku," segir í tilkynningu Geysis.Spennandi tímar framundanÁsgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Ásgeir er jafnfram stjórnarformaður Enex og Enex Kína.MYND/Vefur EnexÁsgeir Margeirsson, forstjóri Geysis segir, að með stofnun Geysis verði til mjög öflugt fjárfestingarfélag í orkuiðnaði. Tækifærin framundan séu óþrjótandi og þegar saman koma kraftar þeirra sem þekkinguna hafa annars vegar og fjármagnið hins vegar, verði leyst úr læðingi mikil orka.Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir þetta spennandi nýjung fyrir FL Group. Með því að stilla saman strengi ólíkra aðila, geti íslensk fyrirtæki náð sterkri stöðu á alþjóða orkumörkuðum Runólfur Maack, framkvæmdastjóri VGK-Hönnunar, segir að með stofnun Geysis sé sameinuð sú tækniþekking sem er til staðar á Íslandi og hins vegar hæfni á sviði alþjóðlegra fjárfestinga og segir mjög spennandi tíma framundan. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
FL Group, Glitnir og verkfræðistofan VGK-Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy sem hefur það að markmiði að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim. FL Group mun verða leiðandi hluthafi í félaginu en í upphafi leggja fjárfestar fram 100 milljónir bandaríkjadala eða um 7 milljarða króna með peningum og eignum sem falla að fjárfestingastefnu félagsins. Auk Glitnis og VGK-Hönnunar er gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til innlendra og erlendra aðila á næstu vikum og mun fyrirtækjaráðgjöf Glitnis annast sölu hlutafjárins. Fram kemur í tilkynningu frá hinu nýja félagi að fyrirtækið muni einbeita sér að tækifærum í nýtingu jarðvarma, fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera, annast yfirtöku á jarðvarmaorkuverum í eigu orkufyrirtækja og taka þátt í einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefast. Miðað er við að félagið geti ráðist í fjárfestingar sem nema meira en einum milljarði bandaríkjadala eða 70 milljörðum króna. Hefur Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, verið ráðinn forstjóri félagsins og mun hann vinna að uppbyggingu félagsins og stýra fjárfestingum þess. „Talið er að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu 50 árum og mun hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Evrópusambandið stefnir á 50% aukningu sjálfbærrar orkuframleiðslu fyrir árið 2020 og Bandaríkin hyggjast tvöfalda sjálfbæra orkuframleiðslu á næstu 10 árum, meðal annars með viðamikilli uppbyggingu jarðvarmavirkjana. Samkeppnishæfni jarðvarma er mjög mikil en beislun hans til raforkuframleiðslu hefur hlutfallslega mun lægri kostnað í för með sér en til dæmis nýting sólarorku," segir í tilkynningu Geysis.Spennandi tímar framundanÁsgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Ásgeir er jafnfram stjórnarformaður Enex og Enex Kína.MYND/Vefur EnexÁsgeir Margeirsson, forstjóri Geysis segir, að með stofnun Geysis verði til mjög öflugt fjárfestingarfélag í orkuiðnaði. Tækifærin framundan séu óþrjótandi og þegar saman koma kraftar þeirra sem þekkinguna hafa annars vegar og fjármagnið hins vegar, verði leyst úr læðingi mikil orka.Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir þetta spennandi nýjung fyrir FL Group. Með því að stilla saman strengi ólíkra aðila, geti íslensk fyrirtæki náð sterkri stöðu á alþjóða orkumörkuðum Runólfur Maack, framkvæmdastjóri VGK-Hönnunar, segir að með stofnun Geysis sé sameinuð sú tækniþekking sem er til staðar á Íslandi og hins vegar hæfni á sviði alþjóðlegra fjárfestinga og segir mjög spennandi tíma framundan.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira