Innlent

Aldrei fleiri byggingar rifnar í Reykjavík

Lýsisverksmiðjan var meðal húsa sem rifin voru á árinu.
Lýsisverksmiðjan var meðal húsa sem rifin voru á árinu. MYND/Jón Sigurður

Aldrei hafa fleiri byggingar verið rifnar í Reykjavík á einu ári en í fyrra eða 51 talsins. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur einnig fram að árið 2005 hafi einnig verið metár en þá voru 47 byggingar rifnar.

Meðal bygginga sem rifnar voru í fyrra voru fjölmörg sögufræg hús eins og Hamiðjuhúsið, gamla Lýsisverksmiðjan, Faxaskáli, Hraðfrystihúsið við Mýrargötu og Tollvörugeymslur og Olíubirgðastöðin á Héðinsgötu. Gríðarlegt magn af byggingarúrgangi varð því til á árinu 2006 og er hann að mestu leyti urðaður í landfyllingum Faxaflóahafna.

Haft er eftir Erpi Snæ Hansen, heilbrigðisfulltrúa hjá mengunarvörnum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar að 22 hús hafi verið rifin vegna endurnýjunar og 16 vegna þéttingar byggðar. „Þétting byggðar virðist vera á lokastigi og ef endurnýjun bygginga eykst ekki að ráði á komandi ári þá má búast við einhverri heildarfækkun í niðurrifi árið 2007 og alveg örugglega fækkun á stórum niðurrifum," segir hann á vef umhverfissviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×