Lögregla fær ekki símaupplýsingar 3. janúar 2007 19:05 Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um að hún fái lista, frá Símanum og Vodafone, um alla GSM-síma sem tengdust sendi við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum nóttina sem stórtjón varð vegna íkveikju á hafnarsvæðinu. Málið er nokkuð sérstakt því þarna metur Hæstiréttur að friðhelgi einkalífsins vegi þyngra en rannsóknarhagsmunir lögreglu. Sextánda desember varð stjórtjón í eldsvoða hjá Ísfélaginu í Eyjum og lék strax grunur á að þetta væri íkveikja. Gegnt Friðarhöfn í Eyjum, - á Hánni, er GSM sendir sem beinist meðal annars að brunastað. Lögreglan vildi fá upplýsingar frá Símanum og Vodafone um alla símnotkun í gegnum þennan sendi frá hádegi laugardaginn 16 desember til klukka tíu að kvöldi sama dags. Vildi lögregla fá upplýsignar um síma sem hringt var úr og númer sem hringt var í. Einnig lista yfir sendar og móteknar SMS sendingar. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði lögreglu í vil og dæmdi símafyrirtækin til að afhenda þessar upplýsingar. Þau skjóta málinu til Hæstaréttar sem snýr dómnum og telur að beiðni lögreglu sé of víðtæk enda verði að liggja fyrir rökstuddur grunur um að ákveðin sími eða símar hafi verið notaðir í tengslum við brotið svo að þetta sé hægt að heimila. Vísar Hæstiréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins til að rökstyðja dóminn en hann kváðu upp Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, Karl Gauti Hjaltason segir að það sé ekki til framdrráttar rannsókninni að fá þessa höfnun. Annars segir hann að fullur þungi sé í rannsókninni sem nú um stundir er meðal annars sinnt af tveimur rannsóknarlögreglumönnum úr Reykjavík. Hann vill ekki greina frá því hvort fram séu komnar einhverjar vísbendingar um það hver eða hverjir beri ábyrgð á þessari íkveikju. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um að hún fái lista, frá Símanum og Vodafone, um alla GSM-síma sem tengdust sendi við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum nóttina sem stórtjón varð vegna íkveikju á hafnarsvæðinu. Málið er nokkuð sérstakt því þarna metur Hæstiréttur að friðhelgi einkalífsins vegi þyngra en rannsóknarhagsmunir lögreglu. Sextánda desember varð stjórtjón í eldsvoða hjá Ísfélaginu í Eyjum og lék strax grunur á að þetta væri íkveikja. Gegnt Friðarhöfn í Eyjum, - á Hánni, er GSM sendir sem beinist meðal annars að brunastað. Lögreglan vildi fá upplýsingar frá Símanum og Vodafone um alla símnotkun í gegnum þennan sendi frá hádegi laugardaginn 16 desember til klukka tíu að kvöldi sama dags. Vildi lögregla fá upplýsignar um síma sem hringt var úr og númer sem hringt var í. Einnig lista yfir sendar og móteknar SMS sendingar. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði lögreglu í vil og dæmdi símafyrirtækin til að afhenda þessar upplýsingar. Þau skjóta málinu til Hæstaréttar sem snýr dómnum og telur að beiðni lögreglu sé of víðtæk enda verði að liggja fyrir rökstuddur grunur um að ákveðin sími eða símar hafi verið notaðir í tengslum við brotið svo að þetta sé hægt að heimila. Vísar Hæstiréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins til að rökstyðja dóminn en hann kváðu upp Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, Karl Gauti Hjaltason segir að það sé ekki til framdrráttar rannsókninni að fá þessa höfnun. Annars segir hann að fullur þungi sé í rannsókninni sem nú um stundir er meðal annars sinnt af tveimur rannsóknarlögreglumönnum úr Reykjavík. Hann vill ekki greina frá því hvort fram séu komnar einhverjar vísbendingar um það hver eða hverjir beri ábyrgð á þessari íkveikju.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent