Innlent

Barrtré gegn svifryki í borginni

MYND/Valgarður

Stórauka þarf gróðursetningu trjáa samsíða umferðaræðum ef takast á að draga úr svifryki í borginni að mati Jóns Geirs Péturssonar skógfræðings. Haft er eftir honum á vef umhverfissviðs borgarinnar barrtré bindi svifryk, ekki síst á vetrum þegar svifryksmengunin sé einna mest vegna nagladekkjanotkunar.

Yfirvöld og borgarbúar þurfi á næstunni að grípa til aðgerða til að ráða bót á svifryksvandanum þar borgarbúum stafi ógn af honum og aukin trjárækt nálægt umferðaræðum sé ein þeirra leiða sem gæti verið vænleg. Áhugavert væri að mæla hversu mikið svifryk safnist í sitkagrenibeltið samsíða Miklubrautinni í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×