Innlent

Skrafað um framboð eldri borgara

Í dag var boðað til fundar í Reykjavík, þar sem sagt var að stofnað skyldi til framboðs eldri borgara fyrir kosningar til Alþingis í vor. Talsmaður félags eldri borgara segir hins vegar að um "skraffund" hafi verið að ræða og að til formlegs framboðs verði stofnað síðar.

Sveinn Guðmundsson verkfræðingur boðaði til fundarins og lét fjölmiðla vita af honum. Fjölmiðlum var hins vegar ekki heimilað að mynda fundinn. Í fundarboði sveins segir að stofna skuli til framboðs á fundinum, ekki sé vitað hverjir komi til hans eða hvort menn nái saman, en það ráðist hins vegar hvort til vinna fundarboða um jól og nýár hafi verið til einskis. Ef svo sé, geti aðrir tekið við.

Arndís H. Björnsdóttir, talsmaður nefndar um framboðsmál eldri borgara, sagði hins vegar í dag að ekki hefði staðið til að stofna til framboðsins á þessum fundi.

"Þetta er skraffundur og undirbúningsfundur. En í náinni framtíð verður gengið frá stofnfundarsamþykktum og því við þurfum að vinna vel og vanda vel til þeirra verkefna og þeirra stefnumála sem verða efst á baugi," sagði Arndís.

Arndís er í tólf manna undirbúningsnefnd að framboði eldri borgara og segir að félög þeirra um allt land stefni að því að bjóða fram til Alþingis í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×