Innlent

Vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar

Arndís Björnsdóttir er allt annað en sátt við gang mála í pólitíkinni og stefnir á framboð eldri borgara.
Arndís Björnsdóttir er allt annað en sátt við gang mála í pólitíkinni og stefnir á framboð eldri borgara. MYND/Stöð2

Talsmaður eldri borgara, Arndís Björnsdóttir, kennari, fyrrverandi verslunarmaður og varaþingmaður, var harðorð í garð stjórnvalda í Íslandi í bítið í morgun. Hún sagði meðal annars að enginn vilji væri í þjóðfélaginu til að gera neitt í málefnum eldri borgara og öryrkja. Stjórnarandstaðan væri ekki undanskilin.

Arndís sagði að hún hefði orðið vör við sterk viðbrögð í þjóðfélaginu við framboði eldri borgara og öryrkja. Henni væri mjög umhugað um fjármál eldri borgara og sagði að þeir fengju um 20.000 krónur í grunnlífeyri en hann ætti að vera á bilinu 80.000 - 90.000 krónur. Allt í allt hefði gamalt fólk um 110.000 krónur til umráða á mánuði en ætti að hafa um 200.000.

Um stjórnmálaflokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn, sagði hún að margur sjálfstæðismaðurinn væri ekki ánægður með sinn flokk, henni fyndist lítil umræða í nýafstöðnu prófkjöri þeirra og frambjóðendur hafa auglýst mikið.

Lokaorð hennar voru: „Við verðum að stofna samtök til að hrinda þeirri óstjórn sem við höfum búið við... Það dugir ekki að gráta heimsku okkar að hafa kosið yfir okkur vonlausar stjórnir, samsteypustjórn sjálfstæðismanna og krata annars vegar og framsóknar hins vegar heldur kasta þeim fyrir björg og leita nýrrar og réttlátari stjórnar."

Viðtalið við Arndísi má sjá í heild sinni hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×