Lífið

Þóra í Atlanta selur glæsivillu í Kópavogi

Þóra Guðmundsdóttir er væntanlega lukkuleg með söluna á glæsivillunni.
Þóra Guðmundsdóttir er væntanlega lukkuleg með söluna á glæsivillunni. Mynd/Stefán Karlsson

Þóra Guðmundsdóttir, einatt kennd við Atlanta, hefur selt fokhelda glæsivillu sína við Asparhvarf í Kópavogi. Villan, sem er tæplega 560 fermetrar að stærð, hefur verið í sölu undanfarna mánuði og var uppsett verð 125 milljónir. Það var Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, og kona hans, Bryndís Mjöll Guðmundsdóttir, sem keyptu húsið af Þóru.

Guðmundur og Bryndís Mjöll hafa þegar fengið húsið afhent en töluvert verk er fyrir höndum við að klára það. Þau búa nú í 220 fermetra einbýlishúsi í Deildarásnum í Árbæ, húsi sem Bryndís Mjöll ólst upp í. Guðmundur var með rúmar 2,6 milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út á dögunum.

Asparhvarf 20 hafði verið á sölu í nokkra mánuði

Það mun ekki væsa um Guðmund og Bryndísi í Asparhvarfinu því með villunni fylgja teikningar eftir einn vinsælasta innanhússarkitekt landsins Rut Káradóttur. Lóðin er gríðarstór eða um tvö þúsund fermetrar. Og það ætti að vera hægt að njóta útsýnisins því 100 fermetra svalir eru ofan á bílskúrnum.

Þóra, sem skildi við flugkónginn Arngrím Jóhannsson fyrir nokkrum árum, býr í Mosfellsbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.