Lífið

Fór í brúnkusprey eftir að hafa misst börnin

Britney ákvað að hressa sig við, eftir að hafa misst forræðið yfir börnum sínum, með því að fríska upp á útlitið.
Britney ákvað að hressa sig við, eftir að hafa misst forræðið yfir börnum sínum, með því að fríska upp á útlitið. MYND/Getty

Eftir að Britney Spears missti forræðið yfir sonum sínum í gær höfðu fjölskylda hennar og vinir miklar áhyggjur af henni og voru jafnvel hrædd um að hún myndi fara sér að voða. Móðir hennar Lynne reyndi í ofboði að ná í hana til að sjá til þess að hún myndi ekki gera neitt vanhugsað. En Britney kom kannski engum á óvart með viðbrögðum sínum.

Eftir að hafa skilið börnin eftir í höndum lífvarðar Kevins Federlins, föður drengjanna, hélt hún rakleiðis á uppáhalds snyrtistofu sína til að fríska upp á húðlitinn. Söngkonan var brúnkuspreyjuð í bak og fyrir og hélt að því loknu á djammið.

Dómarinn, Scott Gordon, gaf Britney í síðasta mánuði fyrirmæli um það sem hún þyrfti að gera til að halda sameiginlegu forræði á móti Fedirline. Hún átti að leita sér ráðgjafar vegna lyfjafíknar, gangast undir regluleg lyfjapróf, fara á foreldranámskeið og aka með gilt ökuskírteini.

Hún virti aftur á móti öll þessi tilmæli að vettugi og gerði það útslagið þegar myndir af henni náðust akandi um með drengina í blæjubíl sínum án þess að vera búin að verða sér úti um ökuskírteini sem gildir í Kaliforníu. Þegar dómarinn komst að raun um það ákvað hann að veita Federline forræðið þar til endanlegur úrskurður fellur í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.