Innlent

Styttist í að kalkþörungaverksmiðja hefji starfsemi

Frá Bíldudal.
Frá Bíldudal. MYND/Hilmar

Stefnt er að því að þurrkarar í kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal verði prufukeyrðir í fyrri hluta febrúarmánaðar og því styttist í að hún hefji starfsemi.

Fram kemur á vef Bæjarins besta að síðustu hlutirnir í vélasamstæðuna séu væntanlegir um miðjan janúar og er reiknað með að afkastageta verksmiðjunnar verði um átta þúsund tonn á ári í fyrsta áfanga en stefnt er að 40 þúsund tonna afkastagetu.

Vonir standa til þess að með verksmiðjunni skapist tíu til fimmtán framtíðarstörf á Bíldudal. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi en kalkþörungar eru meðal annars notaðir í framleiðslu dýrafóðurs, matvæla og í lyfja- og snyrtivöruiðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×